Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 46
46
margrengdu þessa sögusögn hans, en hann tók því öllu méð góðu.
Svo fór hann að lýsa fjárhópnum. Par hafði verið flekkóttur
haustgeldingur og tveir hrútar, annar grár, en hinn bíldóttur, tvær
mórauðar dilkær o. s. frv., unz það fóru alvarlega að renna tvær
grímur á leitarmennina.
l’eir fóru nú enn á ný að bera saman ráð sín. Nú var
komið niðamyrkur og ekki álitlegt til árangurs að leggja fram á
heiðar á ný til fjárleita. Par að auki voru þeir enn þá efasamir
um það, hvort þeir ættu að trúa Friðrik. Peir horfðu hvast á
Búrfellið, sem nú stóð eins og geysimikið skuggatröll og bar við
heiðan næturhimininn. Hvítir dílar sáust vestan í fjallinu hér og
þar, en það var ómögulegt að sjá, hvort það voru skepnur eða
fannir. Og 50 fjár í einum hóp — nei, það var sannarlega of
mikið til að láta verða eftir í Búrfellsheiðinni. Peir gátu ímyndað
sér, hvað þeir mundu fá að heyra eftir á fyrir annað eins tiltæki.
Og 50 fjár — það var nálega eins mikið eins og þeir höfðu fundið
allir til samans um daginn. Og morguns máttu þeir ekki bíða
vegna réttanna. Peir urðu því að fara strax um nóttina.
Friðrik stóð enn sem fyr glottandi yfir hreindýrinu, meðan
þeir réðu ráðum sínum, og lagði ekkert til málanna. Pað var
stungið upp á því, að þeir tækju hann með sér, en svo hurfu þeir
frá því aftur. Peim kom saman um, að hann mundi ekki verða
sér til annars en tafar. Peir létu hann því skýra sér nákvæmlega
frá, hvar hann hefði skilið við fjárhópinn og hótuðu honum öllu
illu, ef þetta reyndist ósatt. Svo þrömmuðu þeir af stað allir
fjórir.
En áður en þeir fóru, gaf einn þeirra Friðrik það heillaráð,
að hann skyldi spretta upp kviðnum á dýrinu og taka úr því inn-
ýflin, svo það yrði léttara. Og Friðrik félst á það.---------
Peir komu ekki ofan að kofanum fyr en um morguninn um
um fótaferðatíma. Hefði Friðrik verið þar þá, þá hefðu þeir að
líkindum lúbarið hann; svo voru þeir reiðir. Peir höfðu gengið
alla nóttina, gengið upp og ofan Búrfellið og leitað alstaðar, þar
sem þeim datt í hug, en enga einustu kind fundið. Aftur á móti
höfðu þeir gengið fram á hóp af ljónstyggum hreindýrum.
En Friðrik hafði ekki komið að kofanum um nóttina. Pegar
hann var búinn að létta dýrsskrokkinn, hafði hann lagt hann á
bakið og labbað með hann — heim til sín.
Hann kom heim til sín snemma daginn eftir.