Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 51

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 51
5i Ekki þurfti að bera kvíðboga fyrir því að þau fengi ekki að ná saman; það myndi víst verða einlægur vilji beggja foreldranna, að þau ráð tækjust. Peir vóru aldavinir og uppeldisbræður, feður þeirra, og mæðurnar vinkonur, eins og allar nágrannakonur eru. Svo spilti það ekki til, að Póra móðir Sveins skoðaði Sigrúnu sem dóttur sína; hafði mesta dálæti á henni og kallaði hana aldrei annað en »uppáhaldið sitt«. Sigrún kunni og vel að meta vinfengi fóru og fékk oft að vera hjá henni viku og viku að vetrinum til, þegar ekki var mikið að vinna og móðir hennar gat séð af henni. En réttast fanst þeim að láta foreldrana ekkert vita um þessa trúlofun, að minsta kosti ekki fyrst um sinn; þá varðaði ekki beinlínis um hana fyr en þau sæktu um samþykki þeirra til hennar. Og varlega þurftu þau að fara; máttu helzt ekki tala saman þegar aðrir heyrðu til, svo þau vektu engan grun, — en svo áttu þau að geta haft leynifundi þar á milli bæjanna, svo það leit ekki illa út fyrir þeim. Pau ætluðu að búa á Ási, það var með betri jörðum sveit- arinnar, og hafa um 200 ær í kvíum, 8 kýr mjólkandi og sem því svaraði af öðrum lifandi peningi; 8 vinnumenn og 6 eða 7 vinnukonur þurftu þau að hafa, því ekkert áttu þau að gera nema segja fyrir verkum. Hann ætlaði að leggja niður til frálags 50 sauði þrévetra haust hvert, og svo eitthvað af rýrari skepnum. Eað var gaman að búa svona, en líklega gátu þau ekki reist þetta bú fyr en eftir þrjú ár. En hvað var að bíða í þrjú ár, þau voru ekki gömul, aðeins 18 vetra. þau ætluðu aldrei að gleyma hvort öðru, hugsa hvort um annað alla dagana og dreyma hvort um annað á nóttunni. En hvað þetta hlaut alt saman að verða skemtilegt og óum- ræðilega gaman — næstum því ánægjulegra heldur en þau höfðu nokkru sinni hugsað, og þó höfðu þau hvort í sínu lagi hugsað mikið um það, hvað tilhugalífið hlyti að vera skemtilegt, Um þetta fram og aftur höfðu þau verið að spjalla alla leiðina heim að túngarðinum á Hjalla. En lengra þorðu þau ekki að Sveinn færi, ef svo væri, að einhver væri á fótum og biði eftir henni. Svo kystust þau mörgum kossum að skilnaði, og Sveinn hljóp af stað í áttina heimleiðis. Hún var svo ánægð og léttstíg þegar hún kom heim, eins og hún hefði himininn höndum tekið. Hún hafði staðið á engjum allan daginn; þó var hún hvorki þreytt né 4'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.