Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 53
53
byrja, eða þá þau hvort í sínu lagi væru að leita að orðunum,
sem við ættu.
Loks rauf hún þögnina, þrýsti sér fastara að brjósti hans og
tók heljartökum um hálsinn.
»Sveinn, elsku bezti! Ég get ekki hugsað til þess, að þú
farir! fú mátt það ekki — mátt ekki fara frá mér, elsku góði!«
Og tárin brennandi, en brimsölt runnu niður kinnar henni.
»Elsku Rúna mín! Elsku bezta og einasta vinan mín, vertu
róleg! Ég skal aldrei gleyma þér; hvað lengi sem ég verð í
burtu skal ég altaf hugsa um þig. En ég verð að fara; það er
búið að búa svo um hnútana, að ég get ekki snúið aftur.«
»Svo-o, en þú getur ekki trúað, hvað mig tekur sárt að sjá
af þér. — Æ, mér finst þessi tími muni aldrei líða.«
»Jú, hann líður, ef við verðum róleg; við erum engin börn
lengur, og þess vegna ber oss að vera þolinmóð.«
»Og þú ætlar altaf að muna eftir mér? Aldrei að gleyma að
hugsa um mig?«
»Nei, ekki einu sinni. Ég veit mér verður ljúft að minnast
þín og allra þeirra sælustunda, er þú hefir búið mér, þegar ég
dvel svo fjarri þér, að mér getur ekki komið til hugar að gleyma
þér; það verða altaf einhverjar minningar, sem minna á þig, því
máttu trúa.«
Svo tók hann fastara utan um mitti hennar, beygði sig ofan
yfir hana og þrýsti brennheitum kossi á varir hennar.
»Og svo verðurðu að muna eftir að skrifa mér — mörg, löng
bréf, annars leiðist mér svo mikið.«
Já, hvort hann ætlaði ekki að skrifa henni! Með hverri ein-
ustu ferð, sem félli, og æfinlega löng bréf; nóg væri bréfsefnið í
höfuðstaðnum. En svo varð hún að skrifa líka, og því lofaði hún.
Svo kvöddust þau, og þá grétu þau bæði langa stund. Éeim
var ljóst hvað skilnaður þessi var sár og; gekk nærri hjörtum
þeirra — að fá ekki að sjást né talast við í þrjú ár — að dagar
þeir og ár myndu verða óumræðilega kaldir, langir og leiðinlegir.
Og alt þetta hvíldi eins og farg yfir hugsunum þeirra meðan
gráturinn var að jafna misfellurnar og gera hugsanirnar sjálfstæðar.
Svo skildu þau og héldu heim hvort í sínu lagi.
Hún gat ekki sofnað einn einasta dúr um nóttina. Hún var
altaf að hugsa um burtför Sveins og veru hans í Reykjavík. Ef
hann nú sæi fallegri stúlku og betur búna en hana í höfuð-