Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 57

Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 57
57 henni upp á vængi sína, flugu með hana fram í lækjargilið og settu hana niður í litla bollann við lækinn ; ekki skildu þau við hana, heldur settust flötum beinum umhverfis hana og biðu með eftirvæntingu, að hún segði þeim til verka. Sigrún reif bréfið upp og fletti því í sundur. Paö var frá Sveini, én svo dauðans — dauðans stutt. Hún hafði vonast eftir löngu bréfi eftir allan þennan tíma — hálft ár, sem hann hafði ekki skrifað. En hún hafði engan tíma til að hugsa um það; hún varð að lesa þessar fáu línur og svo byrjaði hún: Reykjavík i. júlí 1900. Heiðraða fröken Sigrún Jónsdóttir, Hjalla! Um leið og ég þakka þér fyrir öll tilskrifin, og alla þá daga, sem við höfum leikið saman, læt ég þig vita, að ekk- ert getur orðið af því, að vegir okkar liggi saman í fram- tíðinni. Eg hefi hugsað um það frá öllum hliðum og kemst ekki að annarri niðurstöðu, en að það, sem við kölluðum trúlofun, hafi verið tómur barnaskapur og leikur, er ekki getur gengið að við leikum, þegar við vitkumst meira. Eg finn vel að mér veitist létt að gleyma öllum barna- leikjum okkar — hefi gleymt mörgu strax — og það sama vona ég að þú gerir. Eg vona að þú skoðir málið frá skynsemis sjónarmiði, og þá hlýturðu að fallast á það, að ég hefi rétt fyrir mér. Fleira þarf ég ekki að skrifa; þetta er nóg til þess, að þú hlýtur að skilja mig. Með kærri kveðju og óskum alls hins bezta. Sveinn Sveinsson (frá Ási). Svona hljóðaði það, bréfið sem hún hafði svo lengi þráð. Hún átti bágt með að skilja það og las það aftur — las það mörgum sinnum, eins og hún væri að læra það utan að. En svo stóð alt saman skýrt, og það var eins og hjarta hennar væri sargað í sundur með egglausu járni. Hann var hættur að elska hana; hafði brugðið heit sitt og búinn að gleyma henni. Hún fleygði sér á grúfu og grét. Og verurnar, sem höfðu borið hana á vængjum sínum fram í bollann og beðið óþreyju-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.