Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.01.1906, Blaðsíða 57
57 henni upp á vængi sína, flugu með hana fram í lækjargilið og settu hana niður í litla bollann við lækinn ; ekki skildu þau við hana, heldur settust flötum beinum umhverfis hana og biðu með eftirvæntingu, að hún segði þeim til verka. Sigrún reif bréfið upp og fletti því í sundur. Paö var frá Sveini, én svo dauðans — dauðans stutt. Hún hafði vonast eftir löngu bréfi eftir allan þennan tíma — hálft ár, sem hann hafði ekki skrifað. En hún hafði engan tíma til að hugsa um það; hún varð að lesa þessar fáu línur og svo byrjaði hún: Reykjavík i. júlí 1900. Heiðraða fröken Sigrún Jónsdóttir, Hjalla! Um leið og ég þakka þér fyrir öll tilskrifin, og alla þá daga, sem við höfum leikið saman, læt ég þig vita, að ekk- ert getur orðið af því, að vegir okkar liggi saman í fram- tíðinni. Eg hefi hugsað um það frá öllum hliðum og kemst ekki að annarri niðurstöðu, en að það, sem við kölluðum trúlofun, hafi verið tómur barnaskapur og leikur, er ekki getur gengið að við leikum, þegar við vitkumst meira. Eg finn vel að mér veitist létt að gleyma öllum barna- leikjum okkar — hefi gleymt mörgu strax — og það sama vona ég að þú gerir. Eg vona að þú skoðir málið frá skynsemis sjónarmiði, og þá hlýturðu að fallast á það, að ég hefi rétt fyrir mér. Fleira þarf ég ekki að skrifa; þetta er nóg til þess, að þú hlýtur að skilja mig. Með kærri kveðju og óskum alls hins bezta. Sveinn Sveinsson (frá Ási). Svona hljóðaði það, bréfið sem hún hafði svo lengi þráð. Hún átti bágt með að skilja það og las það aftur — las það mörgum sinnum, eins og hún væri að læra það utan að. En svo stóð alt saman skýrt, og það var eins og hjarta hennar væri sargað í sundur með egglausu járni. Hann var hættur að elska hana; hafði brugðið heit sitt og búinn að gleyma henni. Hún fleygði sér á grúfu og grét. Og verurnar, sem höfðu borið hana á vængjum sínum fram í bollann og beðið óþreyju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.