Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Page 60

Eimreiðin - 01.01.1906, Page 60
6o þeirra bar saman, eins og í þetta skifti. Hún var eitthvað utan við sig og talaði ekki eitt einasta orð til hans um leið og hún hvarf. Pað var þó nokkuð, sem hann átti ekki að venjast- — Um hádegisbilið kom Póra, húsfreyjan á Ási, út að Hjalla. Hún kvað erindið ekki vera annað en að segja »uppáhaldinu sínu« frá því, að nú væri Sveinn sonur sinn búinn að höndla hamingju- hnossið; það væri hvorki meira né minna, en að hann væri opin- berlega trúlofaður einhverri ríkustu kaupmannsdótturinni í Reykja- vík. Svo bætti hún við og leit til Sigríðar, móður Sigrúnar: »Ef menn vilja skapa börnunum sínum góða og óhagganlega framtíð, þá er ekki umtalsmál annað, en að senda þau til Reykja- víkur. Við höfum þarna ótvírætt dæmi, þar sem Sveinn sonur minn er. Hvað hefði svo sem orðið úr honum, hefði hann verið heima? Hann hefði gifst einhverri sveitastelpudruslunni, sem ekkert kann að vinna, og farið svo á hreppinn eftir fáein ár! Nei, maður verður að líta á framtíð barnanna sinna fyrst og fremst« Og Póra reri sér svo makindalega á búrkistunni og ánægjan var sýnileg í öllum hennar hreyfingum, en hún tók ekk- ert eftir því, hvernig »uppáhaldið hennar« skifti litum; hvernig Sigrún fölnaði og roðnaði með litlu millibili. Einar E. SæmuncLsen. Stjórnin og embættisgjöldin. »Hvaðan kennir þef þcnna?« — »Pórðr andar nú handan.« Sturlunga I, 17. Svo virðist sem stjórninni okkar og nánustu skriðdýrum hennar hafi orðið næsta bimbult af ritgerð minni um »embættisgjöld ís- lands« í síðasta árg. Eimr. Pað er eins og komið hafi verið við hjartað í þeim, þegar minst var á embættisgjöldin og sýnt fram á, að þau væru óhæfilega mikil. I’eim hefir auðsjáanlega fundist, að hér gæti verið hætta á ferðum fyrir matarpólitík þeirra, ef augu kjósenda kynnu nú að opnast svo fyrir sannleika greinarinnar, að þeir færu að krefjast umbóta í þessa átt. Pví ef embættunum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.