Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Side 61

Eimreiðin - 01.01.1906, Side 61
6i yrði fækkað, hvernig ætti þá stjórnin að fara að því, að koma öllum þeim að kjötkötlunum, sem nú mæna vonaraugum á hana og að eins verður haldið í trúnni með voninni um einhvern bita? Miklu nær væri að fjölga embættunum, þau væru fremur of fá, en of mörg. Stjórninni hefir því fundist brýna nauðsyn til bera að senda einhvern af sínum trúu þjónum út af örkinni, til þess að prédika þetta »evangelíum« fyrir lýðnum. Og henni hefir ekki þótt nein- um standa það nær en nýdubbaða konungkjörna þingmanninum sínum, prófessornum með leigutitlinum1), þar sem hann fengi sinn drjúga skerf af embættisgjöldum landssjóðs, án þess þó að þurfa að inna nokkur embættisstörf af hendi. En maðurinn þó á bezta aldri og vel verkfær að áliti stjórnarinnar, sem hún bezt hefir sýnt með því, að álíta hann öðrum fremur fallinn til þess að auka starfskrafta alþingis. Og prófessorinn hefir heldur ekki látið á sér standa2). Hann hefir óðara þrammað af stað og þeytt upp úr sér heljarmiklum ropa í hinu pólitiska tímariti stjórnarinnar »Andvara« (1905). Pað átti líka svo vel við, að þessi ritgerð, sem gerir sitt ýtrasta til að rugla og svæfa lesendur sína, kæmi einmitt fram í því riti, sem Jón Sigurðsson heitinn stofnaði til þess, að halda þjóðinni vak- andi og hvetja hana til að hafa »andvara« á sér gegn stjórn- inni og hennar árum eða sendisveinum. I því skyni hefir og þetta rit hingað til verið styrkt af almannafé; en nú er þeim landssjóðs- styrk varið til að stinga þjóðinni svefnþorn, og hún þannig látin borga úr eigin vasa þau svefnmeðul, sem stjórninni og hennar fylgifiskum þóknast að brugga henni. Höf. hefir sem sé álitið, að það gæti orðið miður vinsælt að andæfa aðalstefnunni í ritgerð minni: að bæta fjárhag lands- sjóðs með því, að draga sem mest úr embættiskostn- *) Samkvæmt »Hof- og Statskalenderen« verða þeir, sem eins og dr. B. M. ólsen hafa án embættis fengið metorð í 3. flokki, að greiða 80 kr. í ársleigu (eða metorðaskatt) af titli sínum. — En þó að þessi skattur samkvæmt Stöðulögunum eigi eins og allir aðrir skattar að renna í landssjóð, þá sést hann ekki tilfærður í fjár- lögum vorum. Hann virðist því vera eitt af því, sem »Heimastjórnin« okkar ætlar að gefa Dönum til að ávinna sér velþóknun þeirra. 2) Ollum kunnugum kemur líka saman um, að enginn þingmanna sé meira skríðandi fyrir stjórninni en hann, — nema ef vera skyldi Pétur Zöllnersfulltrúi, sem samdeildarmenn hans segja, að hvert sinn hafi orðið mál, ef þó ekki væri nema andað í garð stjórnarinnar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.