Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Page 63

Eimreiðin - 01.01.1906, Page 63
63 ekki þekkir þig því betur, mun detta í hug, að þú sért sjálfur að fremja þá óknytti, sem þú með heilagri vandlæting og sakleysis- svip ert að bregða öðrum um. Allra augu munu einblína á and- stæðinginn, en þig grunar enginn, svo að þú getur í næði aðhafst hvað sem þú vilt, án þess að noklcur taki eftir því. í útlöndum hefir þetta lengi verið alkunnugt bófabragð. Pegar t. d. þjófur hefir stolið og læðist burt með þýfið, þar sem margt manna er á ferð, þá bendir hann á einhvern saklausan álengdar og hrópar upp yfir sig: »Heftið þjófinn!« Fer þá vanalega svo, að allir fara að elta þann, sem á var bent, en engum dettur í hug að gruna þjófinn sjálfan, sem hrópar, og sleppur hann því burt og er kominn veg allrar veraldar áður en menn átta sig á bragðinu. Á íslandi hefir þetta bragð aftur víst sjaldan verið notað, fyr en Heimastjórnarliðið tók það upp í öðru formi, er það innleiddi það í hina pólitisku baráttu sína. En síðan það einu sinni komst upp á að nota það, hefir því óspart verið beitt. Og ritgerð pró- fessors Ólsens ber þess ljósan vott, að hann álítur, að það geti enn komið að góðu haldi. Prófessorinn byrjar sem sé ritgerð sína með því að staðhæfa, að ég hafi í ritgerð minni »beinlínis reynt til að villa almenningi sjónir um embættiskostnaðinn með þeim öfgum og ósannindum, sem engu tali taki« og að ég »rangfæri mínum málstað í vil, skrökvi og ýki«. Petta er auðsjáanlega aðeins gert til þess, að leiða gruninn um rangfærslur og ýkjur frá sjálfum honum og yfir á mig. Pví hver, sem mína grein les og ber hana saman við fjárlög vor (1904—5) og þau önnur skjöl, sem ég vitna í, mun skjótlega sannfærast um, að ég tilfæri allar tölur hárrétt úr þeim, nema að ég hefi á einum stað af ógáti slept úr 500 kr. mér í óhag, sem því varla munu geta kallast ýkjur. Aftur hefi ég al- staðar, þar sem ég gat ekki beint stuðst við fjárlögin, verið svo varkár að geta þess nákvæmlega, á hverju ég bygði, og taka skýrt fram, þegar tölurnar voru áætlaðar. Sömuleiðis hefi ég skift öllum embættisgjöldunum þannig niður í flokka, að hverjum les- anda, sem ekki væri mér sammála um, hvað með ætti að teljast, væri í lófa lagið að draga það frá. Pað er því svo langt frá, að um nokkrar ýkjur eða rangfærslur geti verið að ræða í ritgerð minni, að þar er alt gert, sem unt er, til þess að skýra svo rétt og glögt frá, að enginn geti um vilst, hvað satt er og ótvírætt. Aftur er ritgerð prófessorsins sjálfs full af hinum staðlausustu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.