Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 64
64 ýkjum og rangfærslum, einkum að því er snertir embættiskostnað Dana og Færeyinga og samanburð á honum og embættisgjöldum vorum, eins og ég bráðum skal sýna. Hins vegar hefir hann ekki getað komið ýkjunum eins mikið við, þegar um embættisgjöld íslendinga var að ræða, því þá var um að gera að láta þau sýnast sem minst. En þá er þeirri að- ferðinni beitt, að reyna að rugla lesendurna ýmist með óviðkom- andi athugasemdum eða með því, að raða tölunum á annan hátt, en ég hefi gert, draga frá á einum stað og leggja við á öðrum, og koma þessu svo fyrir, að þeim, sem ekki nenna að hafa fyrir að bera þetta saman við mína ritgerð, geti sýnst, að þar hafi verið eitthvað rangt eða miður nákvæmt. það mætti æra óstöðugan að elta ólar við allar rangfærslur og útúrsnúninga prófessorsins, enda tæki það upp meira rúm en Eimr. má missa frá öðru þarfara. En nokkur skil verð ég þó að gera honum, til þess að sýna, hve mikið er að marka það, sem hann segir. Hann byrjar þá með því að staðhæfa, að laun allra starfs- manna, sem launaðir eru af landssjóði, beri ekki að telja til em- bættisgjalda. Þannig séu t. d. laun verkfræðings landsins ekki annað en útgjöld til vega og samgöngubóta á landi, og laun vita- varða gjöld til samgöngubóta á sjó. Er hún ekki sláandi sönn- unin sú arna! Jú svo sláandi, að engum dettur í hug að neita, að þetta sé rétt. En það er aðeins sá hængur á, að með líku móti mætti sanna hið sama um laun hér um bil allra annarra embættismanna. Eins og laun póstmeistarans séu nokkuð annað en útgjöld til póstmála (d: samgöngubóta), eða kennaranna við latínuskólann annað en útgjöld til skólamála, eða dómaranna annað en útgjöld til dómsmála. Væri upptalningunni haldið áfram á þessa leið, yrði það líklega ekki ýkjamikið, sem telja mætti til embættiskostnaðar. Þá segir höf., að ég gleymi að geta þess, að því er vita- vörzluna snertir, að vitagjald skipa geri betur en borga allan kostnað til vita. O, sussu nei, herra prófessor! Þetta var ekki af gleymsku, heldur beint af því, að ég fann enga ástæðu til að vera að fimbulfamba um það, sem kom málinu enga vitund við. Eg var aðeins að sýna, h v e r embættisgjöldin væru, en ekki hvernig það og það embætti borgaði sig. Ef ég hefði látið í ljósi að launin til vitavarða væru óþörf eða þeim illa varið, þá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.