Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 74

Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 74
74 og láta hann svo aftur myndast og vaxa fram á nokkrum árum. W. v. Knebel hefir nii heldur ekki staðist þessar freistingar. Hann þykist hafa komist að þeirri niðurstöðu, að reyndar séu ágizkanir Helga skakkar, hann hafi eigi litið rétt á, en sjálfur hefir Knebel gert þá miklu uppgötvun, að jökulöldur, sem liggja hver við hliðina á annarri, ísrákir á dalabotnum o. fl., séu sönnun fyrir millijöklatímabilum, að minsta kosti þrem. Hér er ekki hægt að rekja sannana-tilraunir þessar, ég mun gera það annarstaðar, en mér finst þær mjög léttar á metunum og sumar jafnvel afleitar; skárra er það, sem Helgi segir, þó ég sé því heldur ekki samþykkur. Ef þessi málefni eru skoðuð frá sjónarhæð, virðast mjög litlar líkur til þess, að jöklar á ísöld hafi með köflum bráðnað af öllu eða mestöllu íslandi; mér íinst það blátt áfram fjarstæða að hugsa sér slíkt. Á ísöldu hlýtur loftslag norðan til í Atlantshafi að hafa verið mjög hráslagalegt og sjórinn fullur af jökum. í Noregi hafa engar leifar millitímabila fundist, í Suður-Svíaríki og Danmörku aðeins vafasamar menjar. Hafi nú ekki jökull bráðnað fullkomlega af þessum löndum, er það næsta ólíklegt, að allur ís hafi horfið af íslandi. P. Th. UM HANSAVERZLUN Á ÍSLANDl. í 7. bindinu af hinum svonefndu Hansa- skrám (Hanserecesseý, sem nýlega er út komið og sem nær yfir tímabilið frá 1477 —1530, er allvíða minst á ísland. Frá verzlunarskrifstofunni í Björgvin koma sífeldar kvartanir um ferðir Hamborgara og Brimara til íslands (sbr. ÍU Thoroddsen: Land- fræðis. ísl. I, 104, 129). Kaupmennirnir í Björgvin eru hreint og beint hræddir um, að verzlunarskrifstofan fari á höfuðið, ef ekki séu reistar skorður við samkepni í fisk- verzluninni frá íslandi. í*eir heimta, að skip þau, er komi frá íslandi, haldi beina leið til enskra hafna, en selji ekki farma sína í þýzkum Hansahöfnum. En Ham- borgurum verður aldrei skotaskuld úr því, að finna upp á einhvcrjum undanbrögðum á Hansaþinginu. Þannig halda þeir því einu sinni fram, að bannið gegn því, að selja fisk, er kæmi frá íslandi, í Hamborg, hafi leitt til uppreistar í borginni (nr. 197, 43- gr->- Samkepnin milli enskra og þýzkra íslandsfara leiðir til mestu hryðjuverka. 1514 ráðast Englendingar á Cordt Trawendael, borgara í Hamborg, sem sigldi með skreið frá Islandi til Hamborgar, og í þeirri árás er fjöldi Þjóðverja drepnir eða særðir, skipstjórinn særður og honum varpað fyrir borð, lagt hald á skipið og farið með það til Newcastle (nr. 110, 16. gr.). I einu skjali (nr. 455, 14. og 15. gr.), sem áður er prentað hjá Schanz (í >Englische Handelspolitik gegen Ende des Mittelalters« II, 450), eru kærur frá Englendingum yfir ÍÞjóðverjum. 1477 hefir skip frá Hull (»The little Petre of Hul«) legið á Bátssandahöfn (Botssand) á íslandi. Fyllast í^jóðverjar þá gremju yfir komu Englendinga og koma frá þeim stað, er á alþýðumáli kallast Straumur (»a loco vulgariter dicto le Streymme*J1), taka skipið hernámi, binda skipverja, 31 að tölu, við klettana og skjóta þá. í sama skjalinu er í 14. gr. skýrt frá árás, er kaupmenn frá Hamborg hafi gert á skipshöfn á ensku skipi við Bátssanda árið 1423. Er það tiltölulega gamalt eða snemmendis vitni um ferðir Hamborgara til íslands. R. Meissner. JACQUES JAEGER: DIE NORDISCHE ATLANTIS. Wien 1905. Pessi ferðasaga er að mörgu leyti ofboð vitlaus, en ekki leiðinlega rituð. En með því að skýrt hefir verið frá efni hennar í blaðinu Reykjavík, skulum vér ekki ^) Hér er auðsjáanlega átt við Straum eða Straumshöfn í Hraunum í Gull- bringusýslu, er fyr meir var verzlunarstaður Þjóðverja (sbr. Dipl. Isl. V, 800 og Kálund: Hist. topogr. Breskr. af Island II, 376 og 402). Ritstj.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.01.1906)
https://timarit.is/issue/178956

Link til denne side:

Link til denne artikel: Ávarp til Norðmanna.
https://timarit.is/gegnir/991006288949706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.01.1906)

Gongd: