Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 59

Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 59
139 þegar ritað margar ritgerðir til að sýna vestræn áhrif á Norðurlönd og frætt menn um margt og mikið, sem áður var í þoku eða algerlega ókunnugt. En mest er þó vert um þá bók hans, er hann ritaði til að vinna verðlaun Nansenssjóðsins, og hér er getið í fyrirsögn þessara lína. Par sem faðir hans S. Bugge hafði aðallega fengist við að sanna vestræn áhrif á bókmentir og goðasagnir Norðurlandabúa á víkingaöldinni (og próf. Taranger áhrifin á kirkjuna), þá hefir prófessor Alexander Bugge í þessari bók tekið sér fyrir hendur að sýna þessi áhrif í öðrum efnum. Hann leitast þar við að sýna, að slík áhrif megi hvarvetna finna í lífi Norðurlandabúa. Pau komi fram í þjóðfélagsskipun og stjórnarfari, hirðsiðum, skattálögum og tollum, í vopnaburði, hernaðaraðferð o. fl. fau komi og fram í landbúnaði og kvikfjárrækt; menn taki upp ný akuryrkjuverkfæri, taki að rækta nýjar korntegundir og flytji inn nýja kynstofna til peningsbóta. Hýbýli manna taki nýjum umbótum, einkum að því er snertir hentugri og fegri húsbúnað. Bá taki og klæðnaður manna miklum breytingum, ný snið, nýjar flíkur, ný efni, meira litarskraut o. s. frv. Skrautlistin (útskurður, myndagerð o. s. frv.) verður fyrir miklum og varanlegum áhrifum; nýjar útlendar fyrir- myndir teknar upp og þær svo lagaðar og fullkomnaðar eftir því, sem bezt á við heima fyrir. Verzlunin brýtur sér nýjar brautir og innflutningur hefst á nýjum vörum, sem enginn þekti áður. Pá taka menn og að byggja bæi (borgir) eftir útlendum fyrirmyndum. Áhrifin koma fram bæði í góðu og illu. Menn verða heflaðri og fágaðri, fá meiri og betri menningu, en jafnframt koma og upp útlendir ósiðir og lestir, sem ekki vóru til áður. — Norðurlanda- búar á io. öld vóru gagnólíkir forfeðrum sínum á 8. öldinni; þeir litu öðrum augum á lífið, vóru búnir að fá nýjar þarfir og nýja siði. Heimili þeirra vóru og orðin breytt og afstaða þeirra til konungsins önnur, enda þá og komnir nýir hirðsiðir, nýtt hallar- skraut o. s. frv. En þessar breytingar snerta þó ekki svo mjög múginn, alþýðuna, heldur aðallega höfðingjana og hinar hærri stéttir. Mönnum kann nú að virðast það nokkuð ótrúlegt, að breyt- ingar í lifnaðarháttum og hugsanalífi hafi getað orðið svo stór- vægilegar, sem hér er haldið fram á rúmum ioo árum, þar sem alment er álitið, að víkingarferðirnar vestur um haf hafi ekki byrjað fyr en undir lok 8. aldar, enda hefir slíkum mótmælum óspart

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.