Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 59
139 þegar ritað margar ritgerðir til að sýna vestræn áhrif á Norðurlönd og frætt menn um margt og mikið, sem áður var í þoku eða algerlega ókunnugt. En mest er þó vert um þá bók hans, er hann ritaði til að vinna verðlaun Nansenssjóðsins, og hér er getið í fyrirsögn þessara lína. Par sem faðir hans S. Bugge hafði aðallega fengist við að sanna vestræn áhrif á bókmentir og goðasagnir Norðurlandabúa á víkingaöldinni (og próf. Taranger áhrifin á kirkjuna), þá hefir prófessor Alexander Bugge í þessari bók tekið sér fyrir hendur að sýna þessi áhrif í öðrum efnum. Hann leitast þar við að sýna, að slík áhrif megi hvarvetna finna í lífi Norðurlandabúa. Pau komi fram í þjóðfélagsskipun og stjórnarfari, hirðsiðum, skattálögum og tollum, í vopnaburði, hernaðaraðferð o. fl. fau komi og fram í landbúnaði og kvikfjárrækt; menn taki upp ný akuryrkjuverkfæri, taki að rækta nýjar korntegundir og flytji inn nýja kynstofna til peningsbóta. Hýbýli manna taki nýjum umbótum, einkum að því er snertir hentugri og fegri húsbúnað. Bá taki og klæðnaður manna miklum breytingum, ný snið, nýjar flíkur, ný efni, meira litarskraut o. s. frv. Skrautlistin (útskurður, myndagerð o. s. frv.) verður fyrir miklum og varanlegum áhrifum; nýjar útlendar fyrir- myndir teknar upp og þær svo lagaðar og fullkomnaðar eftir því, sem bezt á við heima fyrir. Verzlunin brýtur sér nýjar brautir og innflutningur hefst á nýjum vörum, sem enginn þekti áður. Pá taka menn og að byggja bæi (borgir) eftir útlendum fyrirmyndum. Áhrifin koma fram bæði í góðu og illu. Menn verða heflaðri og fágaðri, fá meiri og betri menningu, en jafnframt koma og upp útlendir ósiðir og lestir, sem ekki vóru til áður. — Norðurlanda- búar á io. öld vóru gagnólíkir forfeðrum sínum á 8. öldinni; þeir litu öðrum augum á lífið, vóru búnir að fá nýjar þarfir og nýja siði. Heimili þeirra vóru og orðin breytt og afstaða þeirra til konungsins önnur, enda þá og komnir nýir hirðsiðir, nýtt hallar- skraut o. s. frv. En þessar breytingar snerta þó ekki svo mjög múginn, alþýðuna, heldur aðallega höfðingjana og hinar hærri stéttir. Mönnum kann nú að virðast það nokkuð ótrúlegt, að breyt- ingar í lifnaðarháttum og hugsanalífi hafi getað orðið svo stór- vægilegar, sem hér er haldið fram á rúmum ioo árum, þar sem alment er álitið, að víkingarferðirnar vestur um haf hafi ekki byrjað fyr en undir lok 8. aldar, enda hefir slíkum mótmælum óspart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.