Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 63

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 63
143 í þrjá flokka; en sé það rétt, þá er auðsætt af því, sem hér hefir verið tekið fram, að nöfnin hafa ekki verið búin að fá neina festu á hans dögum, og því fráleitt, að þessi nöfn og þrískifting geti stafað frá stjórnarárum Haralds hárfagra. í*ar sem A. Bugge álítur, að viðurnefnið »gufa« (Ketill gufa) sé hið fornírska orð »goba« =smiður (bls. 208, 362, 384), þá virðist engin ástæða til að ætla slíkt, þar sem íslenzka merkingin í gufa (sbr. »hann er mesta gufa« og »gufulegur«) liggur svo beint við, og siíkt viðurnefni er svo afarlíklegt og skiljanlegt. ]?að mundi mega þýða á dönsku með »Hængehoved« eða einhverju öðru orði svipaðrar merkingar. Næsta hæpið virðist oss að álíta, að útlend áhrif liggi til grundvallar fyrir því, er Sigmundur konungur er í Helgakviðu (I, 8) látinn gefa Helga syni sínum gullbúið sverð ásamt nokkrum héruðum eða landssvæðum, um leið og hann gefur honum nafn (sbr. bls. 85). Hér virðist eingöngu um þann algilda og alnorræna sið að ræða, að börnum var jafnan gefið eitthvað að nafnfesti (vanalegast einhver gripur) um leið og þeim var gefið nafn; og hvað var þá eðlilegra en að syni herkonungsins væri gefið skraut- legt sverð og jafnframt' lönd til að ráða yfir? Að orðið »hlað« sé af útlendri rót (fornfr. »laz«), eins og A. Bugge álítur (bls. 151), er engin ástæða til at ætla. »Hlað« þýðir skrautofið (spjaldofið) band og samsvarar sögninni að »hlaða« = vefa (sbr. Guðrúnarkv. II, 26: »Húnskar meyjar, þær er hlaða spjöldum ok göra gull fagrt«). Póra »hlaðhönd«, systir Póris hersis (Egilss. (F. J.) bls. 102) hefir og sjálfsagt fengið auknefni sitt af því, að hún hefir verið öðrum fremur leikin í að hlaða spjöldum eða að vefa framúrskarandi falleg hlöð (sbr. »læknishönd« og fleiri slíkar samsetningar). Harla óvíst virðist, að »Kentaur« myndin í Gösslunda kirkju sé gerð eftir vestrænum fyrirmyndum (bls. 336—7); því Norður- landabúar virðast sjálfir að hafa haft hugmyndir og sagnir um slíkar kynjaverur, sem þeir kölluðu »elgfróða« (sbr. Fas. I, 55), og getur rnyndin verið gerð eftir þeim sögnum einum, enda þykir sverð, hjálmur og nefbjörg á myndinni hafa norræn einkenni. Lík- lega er þó sjálf elgfróðahugmyndin runnin frá hinni fornu »kentaur«- hugmynd eða af sömu rót. Slæm villa er það, þar sem mörk vaðmáls er (bls. 264) skýrð þannig, að hún sé sama sem ígildi einnar merkur silfurs, talið í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.