Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 2
2 Islendingum mundi — ekki síður en Dönum — þykja fróðlegt að fá að vita, hver þessi íslenzki hershöfðingi hafi verið. Vér Islending- ar höfum ekki átt svo marga hershöfðingja nú á seinni öldum, að ekki væri vert að halda nöfnum þeirra til skila, sem getið hafa sér góðan orðstír. En hér er ekki svo hægt um vik, þar sem nafnsins er ekki getið, enda óvíst, að það gæfi næga leiðbein- ingu, þó svo hefði verið. Eví Islendingar hafa svo oft tekið sér ný nöfn, eða önnur í útlöndum en heima fyrir, og gat það vel hafa átt sér stað hér. Hins vegar mun þess hvergi finnast getið í islenzkum ritum, að nokkur íslendingur hafi gengið í herþjónustu í Savoyen, og er þá ekki annað fyrir hendi til úrlausnar spurn- ingunni, en að beita sennilegum líkum og tilgátum, þó engin vissa geti með því fengist að svo stöddu. Sá maður, sem böndin virðast helzt berast að í þessu efni, er Guðmundur Guðmundsson, sonarsonur Jóns Guðmundssonar lærða, þess er Pormóður Torfason kallaði Plinius lslandicus og sem Guðbrandur Vigfússon segir um í formála sínum fyrir »Is- lenzkum þjóðsögum«, að fáir hafi þá verið svo fjölfróðir og víð- lesnir sem hann. Enda var hann göldróttur talinn og slapp með naumindum frá að verða brendur á báli. Sonur Jóns lærða, en faðir Guðmundar, var séra Guðmundur Jónsson, sem fyrst var prestur á Hvalsnesi (vígður 1633), en síðan (1654—1683J á Hjalta- stað, og dó 1685. Guðmundur, sonur Guðmundar prests Jónssonar, var fæddur 1643 og var 15 vetra gamall (haustið 1658) sendur utan til náms í Frúarskóla i Kaupmannahöfn. Pá var ófriður milli Svía og Dana og var Guðmundur hertekinn af Svíum. En Danir hertóku aftur skip það, er Guðmundur var á með Svíum, og hefir það líklega verið skip það, er hinn hrausti Manarbúi Jakob Nielsen Dannefer tók af Svíum 2. okt. 1658 og varð frægur fyrir. Var þá Guð- mundur hernuminn í annað sinn, og hafði sætt svo illri meðferð, að hann var »af sér kominn af sulti, klæðleysi og órækt«. Hætti hann þá við lærdómsnám sitt og gekk á mála sem hermaður, og var 4 ár í herþjónustu, unz hann var leystur úr henni af dönskum herramanni (1662), »því hann var skarpvitur og ritari góður«, segir Espólín í Árbókum sínum. Var hann svo sveinn herramanns þessa í önnur 4 ár, unz hann (1666) gekk í þjónustu Soffíu Ama- líu, drotningar Friðriks III., »og fékk náð hennar mikla«. Var þá einveldi fyrir skömmu á komið í Danmörku, og gerðist drotning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.