Eimreiðin - 01.01.1912, Page 5
5
lét ónýta hana og brenna á báli. Hafi svo verið, er engin furða,
þó Guðmundur hafi viljað forða sér. Að hann einmitt fór suður
til Péttmerskis, er líka skiljanlegt, þar sem kona hans var þýzk
og hann átti þar mágafólk, sem gat skotið skjólshúsi yfir hann.
Én líklega hefir hann ekki heldur álitið sér óhætt þar til lengdar,
eftir að erfðaskrá drotningar náðist heim frá Éýzkalandi, þar sem
hún hafði verið geymd hjá bræðrum hennar, Er þá allsennilegt,
að hann hafi haldið enn lengra suður á bóginn, og það orðið
ofan á hjá honum, að taka til ungdómsiðju sinnar: herþjónust-
unnar. Hafi hann svo, ásamt mörgum Pjóðverjum, gengið í mála-
lið hertogans af Savoyen og smámsaman stigið þar í tigninni, unz
hann hafi verið gerður að foringja málaliðsins. Hin frábæra kunn-
átta hans í þýzkri tungu og fjögra ára herþjónusta í málaliði
Dana á æskuárunum hafa þá komið honum að góöu haldi. Og
hæfileika virðist hann að hafa haft nóga til að hefja sig upp á
við. Átti hann bæði kyn til þess, enda segir Espólín um hann
sjálfan, að hann hafi verið »skarpvitur«; þá sýnir og hefðarferill
hans í Danmörku, að hann hefir ekki verið neinn miðlungsmaður,
og vel kunnað að koma ár sinni fyrir borð og vinna sér hylli
manna. Alt þetta virðist gjöra það sennilegt, að íslenzki hershöfð-
inginn, sem tók Hyéres 1707, hafi einmitt getað verið Guðmund
ur Guðmundsson. Eað kemur og ágætlega heim við tímann. Hann
var fæddur 1643, °g hefði þá 1707 verið orðinn 64 ára að aldri.
Og það er 19 árum eftir aö hann hverfur frá Þéttmerski og ekk-
ert spyrst til hans framar. Líkurnar fyrir því, að hér sé um sama
mann að ræða, eru því svo miklar, að næst liggur að hafa það
fyrir satt, ef ekki koma aðrar betri og sennilegri skýringar fram.
Og er ekki nógu gaman að hugsa til þess, að sonarsonur hans
Jóns lærða, alþýðusnillingsins okkar þjóðfræga og höfundar »Krukk-
spár«, hafi eftir hina dönsku æfintýrabraut sína orðið hershöfð-
ingi og getið sér góðan orðstír suður í Savoyen?
V. G.