Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Page 7

Eimreiðin - 01.01.1912, Page 7
7 sem er Jón Jónsson, sagnfræðingur. Hann stendur nú með tvær stjörnur í höndunum, sína í hvorri—»Islenzkt þjóðerni« og »Gull- öld íslendinga«. Sá maður er sporrækur á þann hátt, að hann getur rakið för þeirra manna, sem lifðu fyrir 1000 árum, en sem eru sand- orpin, snævi snivin, og grasgróin margsinnis. Eg er enginn sagnfræðingur, þótt ég taki nú þetta efni til um- ræðu, úr sögunum fornu. Mér kemur ekki í hug, að horfa djúpt í efnið. En þó hætti ég mér nú út á þenna hála ís. Eg geri það fyrir þá sök, að enginn annar hefir orðið til þess. En mér þykir efnið hugnæmt og merkilegt. Peir sem dýpra sjá, og gefin er meiri glöggrýni, geta gert betur, og mun ég ekki af því reiðast. * * * Mennirnir, sem ritað hafa viðburðasagnir og mannkynssögu, hafa skift undarlega misjafnt milli karla og kvenna, — Peir hafa sýnt karlkynið í nokkurskonar ljósmóðu og hillingu. F.n þeir hafa breitt þokuhulu yfir kvenkynið, svo að til þess sér eigi, betur en svo, að það sést eins og í gegnum skráargat, eða í hálfrökkri. í upphafi skapaði guð himin og jörð — og karlmann. Petta lesum vér á fyrstu blaðsíðu þeirrar bókar, sem er nefnd bók bókanna. Og karlmanninn skapaði hann í sinni mynd og blés lífsanda í nasir honum. Petta er heldur en ekki glæsilegt, og myndarlega að verið. Parna hillir undir fyrsta karlmanninn, sem til varð, eins og klett í hafinu, þegar »Vorlognið blákembdi víðlendið alt og vorsólin stafaði heit.« Karlmanninn gerði hann fyrst. En kvenmanninn skapaði hann síðar, og af rifi úr síðu mannsins. Petta á að sýna tignarmuninn kynjanna, frá öndverðu. Rithöfundar gamla testamentisins gera konunni alla tíð jafn- lágt undir höfði. Peir nefna hana sjaldan á nafn nema í sambandi við óstýrilæti karlmanna, eða til að sýna ókosti hennar. Gyðingar töldu sig vera »útvalda þjóð drottins allsherjar«. En þeir hafa víst ekki haft kvenkynið með í þeim reikningi. Pess

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.