Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 8
8
sjást engin merki í ritningunni, að kvenþjóð Gyðinga hafi lagt til
eina einustu rauða rönd í örlagavef þjóðarinnar.
Pess er varla að vænta, þegar gætt er að öllum ástæðum.
Gyðingar vóru fjölkvænismenn. Konur þeirra vóru ambáttir, heldur
en húsfreyjur.
»Drotni allsherjar« hefir farið mikið fram, síðan hann skap-
aði konuna úr rifinu forðum. Reyndar á ég þó eklci við það, að
honum hafi farið fram. Ég á við hitt, að hugmyndum mannsins,
sem hann gerir sér um skaparann, hefir farið fram, síðan Hebrear
vóru í essinu sínu. Éví að þessar frásagnir eru auðvitað ekkert
annað en hugarburður þeirra manna, sem aðhyllast fjölkvæni og
allskonar undirokun og áþján kvenkynsins, bæði í heimahúsum
og í þjóðfélagsskipuninni.
Éá sný ég að aðalefninu og lít fyrst í goðafræðina okkar.
Par er fyrsta dagsbrún sögunnar, handan við höf og fjöll að vísu.
En þar bjarmar þó upp af mönnum og málefnum, þó að náttúru-
kraftarnir séu þar reyndar ofnir saman við líf manna og þjóða.
Snorra-Edda er uppspretta allra fræða og skáldskapar að
fornu fari, á vora tungu. Par sést fyrst og heyrist til forfeðra
vorra, svo að sögur fari af. Éar eru hugmyndir þeirra um sköpun
heimsins, lífið og tilveruna, upphaf og enda.
Konunnar er getið í Snorra-Eddu. Reyndar er þar sagt, að
mannlífið hafi sspilzt af tilkvámu kvinnatina«. En engar sagnir
fara af þeirri spillingu, né heldur er þess getið, hversu henni var
háttað.
Svo segir í Snorra-Eddu, að salur einn fagur standi við Urðar-
brunn, undir askinum mikla, eða alheimstrénu, — »ok úr þeim
sal koma þrjár meyjar, þær er svá heita: Urður, Verðandi, Skuld.
Pessar meyjar skapa mönnum aldr. Pær köllum vér nornir«. —
»Góðar nornir ok vel ættaðar skapa mönnum góðan aldr. En
þeir menn, er fyrir ósköpum verða, þá valda því illar nornir.*
Mikill undra munur er á þessari frásögn og/Kinni, sem lætur
konuna vera skapaða úr rifi karlmannsins. Éetta er guðleg veg-
semd að skapa mönnum aldur og er þar með átt við það, að
þessar nornir hafi í höndum sér alla örlagaþræði mannanna og
alt ráð þeirra og hamingju.
Reyndar er nú þess að gæta, að þessar meyjar eru ekki
jarðneskar að eðlisháttum. Svo er að orði komist í Snorra-Eddu
um staðinn, sem þær bygðu, að þar sé »alt guðleg vörn fyrir.«—