Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 14
14
mælt, at tröll eiga hlut í, ef Faxi kemst upp, ok þat hygg ek,
at rent hafa ek nú þeim sköpunum, at hann verði mér at bana.«
Nú fer Oddur úr landi og legst í hernað. En áður en hann
för, hafði hann þau orð um við Ingjald fóstra sinn, að þangað
skyldi hann aldrei koma.—-Sagan segir, að Oddur yrði þrjú hundr-
uð vetra að aldri, og svo var hann víðförull, að hann fór nálega
um alla Norðurálfuna. Hann var þess vegna kallaður Oddur víð-
förli stundum. Loksins kvongaðist hann konungsdóttur ágætri og
settist að ríki og átti sonu tvo við drotningu sinni. Hamingjan
hló nú við honum. En þó gat hann ekki á sér setið; því að
ferðaþráin togaði í hann líkt og Sindbað, sem getið er í 1001
nótt. Hann fýstist nú að sigla norður fyrir Noreg og líta eftir
um eyna Hrafnistu, þar sem var óðal hans og ætterni. Hann vildi
vita, hver eyna hefði að varðveita, því að eigí vildi hann, að
hún gengi úr ætt hans. Kona Odds latti hann fararinnar og þótti
henni hann ekki þurfa að »hirða um eyjarskika þann, er vettugis
er neytur«. Eigi tjóaði að letja Odd, og fór hann nú leiðar sinnar
norður í Hrafnistu. Pað kemur eigi við umræðuefni mínu, að segja
frá erindum Odds þangað. En þegar hann sneri suður aftur og
kom fyrir Berurjóður, er menn ætla að liggi á Jaðri, þá biður
hann að lægja seglin. Par gengur Oddur á land og lið hans og
þangað, er bær Ingjalds haíði staðið, og vóru þar þá tóftir vall-
grónar. Hann lítur þar yíir og mælti síðan: »Mikit er slíkt at
vita, at bær sá skuli allr niðr fallinn, ok alt aleytt, sem hér var
fyrri.« Hann gengr nú þangat, er þeir Ásmundr höfðu átt skot-
bakka, ok sagði, hverr munr hafi verit með þeim fóstbræðrum.
Hann fylgir þeim ok þangat, er þeir höfðu á sund farit, ok sagði
þeim þá alt til kennimarka. Ok er þeir höfðu sét þetta, þá mælti
hann: »Nú munum vér fara ferðar várrar ok tjáir nú ekki at
horfa hér á land upp, en mikit er at sjá eftir slíku.« Nú ganga
þeir Oddr ofan ok var þar nú hvarvetna blásin jörð, en þá var
blómguð vel, er Oddur var þar fyrr. Ok er þeir ganga ofan, þá
mælti Oddr: »Pat ætla ek nú, at liðin ván sé, at spá sú komi
fram, er völvan arma spáði mér fyrir löngu; en hvat er þarna?«
sagði Oddr. »Hvat liggr þar,? er þat eigi hrosshauss?« »Já«, segja
þeir, »ok ákaflega skininn og fornlegr, harðla mikill og allr grár
utan«. Hvat hyggi þér um, hvárt þat mun haussinn Faxa?« í*at
varð Oddi fyrir, at hann stakk til haussins spjótskapti sínu. Hann
hallaðist við, nökkut svá, en undan honum hröktist ein naðra ok