Eimreiðin - 01.01.1912, Qupperneq 16
i6
munni. Báðar þessar völvur ortu ágæta-vel. Og víst hafa þær ver-
ið lærðar í rúnum. Pær heyrðu til hinum »fornu fræðum«. Annars
eru þessar fyrnsku-völvur hulu sveipaðar og hálfrökkri. Enginn
veit nú, hvernig staðið hefir á geispunum, sem kom að Heiði
völvu í veizlunni hjá Fróða. Mér kemur í hug, að seiðháttunum
hafi fylgt nokkurskonar dáleiðsla og að völvurnar hafi þá haft
fjarsýnir dáleiðslumagnaðar. En hvernig sem þessari kyngi hefir
verið háttað, þá er það víst, að völvurnar sáu fyrir óorðna hluti,
og vóru þær, að því er virðist af sögunum, fremri karlmötinunum
í þessurn greinum.
Islendingasögur segja frá því, flestar eða allar, að kerlingarn-
ar kunnu margt í fornum fræðum. Sumar gerðu sjónhverfingar ó-
vinum sínum. Sumar gerðu stórviðri. En flestar vóru framvísar,
eða sáu fyrir óorðna atburði.
Flestum er kunnug Grettissaga, sem komnir eru til vits og
ára; þar er þess getið, að kerlingin, fóstra Porbjarnar önguls, hafi
magnað rótarhnyðju og sent hana Gretti. fíún telgdi flöt á rótina,
risti á rúnir og rauð í þær blóði sínu. Hún gekk öfug um tréð
og rangsælis og þuldi galdra. Enginn maður, sem þá var uppi,
efaðist um sannindi þessa máls; því að þegar Öngull kom til al-
þingis og heimti féð, sem Pórir í Garði hafði lagt til höfuðs Gretti,
þá var Öngli fyrirmunað fjárins, af því að hann hefði unnið út-
lagann með fjölkyngi. Hann var jafnvel talinn sakamaður fyrir
bragðið. f*á var Sæunn gamla á Bergþórshvoli framsýn, og vissi
hún vel, að arfasátan mundi verða höfð að eldsneyti, þegar
brendur yrði bærinn að Bergþórshvoli. En Njálssynir hlógu að henni
og kölluðu hana gamalæra.
Póroddur f’orbrandsson í Álftafirði átti sér fóstru, — »ok þa
sjónlaus. Hún þótti verit hafa framsýn á fyrri tíðum; en er hún
eldist, var henni virt til gamalóra, þat er hún mælti; en þat gekk
þó mart eftir, sem hún sagði«. Par á bænum var alinn nautkálfur,
afarmikill, apalgrár að lit, og segir sagan að hann væri undan
Þórólfi bægifót, afturgengnum. Kálfurinn var bundinn á gólfinu
og »kvað við hátt. Ok er kerlingin heyrði þat, varð henni ilt við
ok mælti: »f’etta eru tröllslæti«, segir hún »en eigi annars kvik-
indis, ok gerið svá vel: skerið vábeyðu þessa.« — Pað var þó
ekki gert. En allajafna klifaði kerlingin á þessu og sagði, að sá
kálfur mundi Póroddi að bana verða. Þetta rættist. Nautið rak að