Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Page 17

Eimreiðin - 01.01.1912, Page 17
17 lokum hornið í kvið Þóroddi og á kaf, og rættist svo spásögn fóstrunnar. Hindurvitnabragur er ab sumu leyti á þessari sögu, einkum ætterni þessa gráneytis, og eru þessvegna brigður berandi á sumt í þeirri sögu. En sagan af Víga-Barða er sennileg og hugnæm fyrir það, hvað hún er ýtarleg að frásögn. Barði átti sér fóstru. Sagan segir frá henni og Barða á þessa leið, kvöldið það, sem hann reið að heiman suður til Borgarfjarðar, til að hefna Halls bróður síns. Bá gerðust Heiðarvíg. Barði gekk inn til fóstru sinn- ar, þegar hann var búinn. — »Hverr ferr þar nú?« segir hún. Hann svarar: »Barði er hér nú. Hvat viltu mér fóstra?« »Gakkþúhing- at«, segir hún. »Vel ertu kominn nú. Sofit hefi ek nú« segir hún, »en vakað hefi ek í nótt, at búa vistir yðrar, ok systir þín. Far þú hingat«, segir hún, »ok vil ek þreifa um þik«. Barði gerði svá sem hún mælti, því at hann unni henni mikit. Hún tekr til í hvirfi- inum uppi ok þreifar um hann öllum megin, alt á tær niðr. Barði mælti: »Hvé kennist þér til ok hvé ætlar þú vera ?« Hún svarar: »Vel þykkir mér,« sagði hún. »Hvergi þykkir mér við hníta, svá at ek finna stórum.« Barði var mikill maðr ok sterkr at afli: digr var háls hans, ok spennir hún höndum sínum um háls hon- um, ok tekr úr serk sér steinasörvi mikit, er hún átti, ok dregr á háls honum, ok dregr yfir skyrtuna. Hann hafði týgilkníf á hálsinum, ok lét hún hann þar vera, ok bað hann vel fara. Hann ríður nú á braut eftir förunautum sínum. Hún kallar á eftir hon- um: »Lát vera nú, svá búit, sem ek hefi um búit, ok vættir mik, at þá muni hlýða.« Barði var höggvinn sverði á hálsinn, og brast við hátt. Sverð- ið kom á steinasörvið og gnast í því, en Barða sakaði eigi. Pá kom honum að haldi framsýni fóstrunnar. Höfuðið mundi fokið hafa af bolnum, ef hennar hefði þá ekki við notið. fess er getið víðsvegar í sögunum, að gömlu fóstrurnar fóru höndum um ungu mennina, sem þær böfðu fóstrað, og þreifuðu um þá, hátt og lágt, frá hvirfli til ilja. Petta gerðu þær áður en unglingarnir fóru í svaðilfarir, eða til vígaferla. Eitt sinn urðu hirðskáld Haralds konungs hárfagra fyrir reiði hans. Konungur vildi drepa skáldin. En vinir þeirra fengu því á- orkað, að heldur skyldi senda þau forsending. Peim var þá vísað austur í Svíþjóð, að semja frið við Eirík Uppsalakonung. Petta var á vetrartíma og var sá kostur einn fyrir hendi, að fara yfir Kjöl 2

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.