Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 18

Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 18
i8 landveg. Hríðar og ófærð vóru á fjallinu og stigamenn. Og var för þessi alla vega óárennileg. Skáldin fengu til farar með sér göfuga frændur sína. Einn þeirra hét Eorfinnur og var hann náfrændi Auðunnar illskældu. Hann var ungur maður og þá mikill fyrir sér. Hann átti sér fóstru, og þó eigi mjög gamla, því að hún sat í dyngju, þegar sagan kemur að henni. Pangað kom Porfinnur til hennar, þegar Auðunn illskælda var kominn. — Hún spyr Porfinn, hverjir komnir séu. Hann segir þar enga menn komna. Hún mælti þá: »Pess mundi mik lítt vara, at þú mundir Ijúga at mér, því at ek kenni hér fylgju Auðunnar illskældu, frænda þíns, ok kómu þeir hér snimma í dag ok er honum mikil áhyggja í skapi.« Petta sá kerling alt saman á fylgjunni, og víst var Auðunni mikið niðri fyrir. Porfinnur réðst nú tii ferðar með þeim, og gerði það að ráði fóstru sinnar. Hún þreifaði um hann allan og er hún þreifaði um síðuna, þá mælti hún: íPar hneit við ok þó muntu aftur koma.« — Kerling fékk honum umbönd mörg og smyrslabauk og sagði, að þess mundi hann þurfa. Og í þeirri ferð var Porfinnur særður á síðunni, þar sem fóstru hans þótti »við hníta«. Pessi dæmi úr sögunni læt ég mér lynda, til að sýna og sanna framsýni kvenna í fornum sið. En miklu fleiri eru þau til í sögunum. Eá er eigi minna vert um læknislistir kvenna í fornöld. Sög- urnar úa og grúa af umsögnum á þessa leið: Hún var læknir góður. Hún batt um sár hans og græddi hann. Hún fægði sár hans og græddi hann á laun. — Pá þurfti oft mikils við, þegar menn vóru fóthöggnir, eða handhöggnir, eða þegar holsár vóru á mönnum. Peir menn, sem læknar vóru, þurftu að vera mjúkhentir. Pess er getið í einni sögu, að herkonungur valdi úr mönnum sín- um þann manninn, sem mjúkhentastur var, til að binda um sárin. Ear vóru þá engar konur til staðar. En þegar náð varð til kvenna, munu þær hafa verið sjálfkjörnar oftast nær. Annars segja sögurnar sjaldan frá lækningum nákvæmlega, heldur er aðeins drepið á þau mál á víð og dreif í sögunum. Pó er sagt nákvæmlega frá lækninum að Stiklastöðum, þegar Ólafur konungur Haraldsson féll. Sáralæknirinn þar var kona, og skar hún eftir örvarbrotinu sollið hold Pormóðar Kolbrúnarskálds. En hann gaf henni gullhring fyrir handarvikið og féil svo dauður nið- ur. Hann lifði við skáldskap, kvenfólk og vígaferli. Og hann dó

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.