Eimreiðin - 01.01.1912, Qupperneq 28
28
En hinar konurnar, sem ég hefi nú talab um, á víö og dreif
— þær eru svo sem stjörnur í heiðríkju. Pær eru tindrandi stjörn-
ur í heiðríkju heiðninnar, sem leiftra gegnum allar aldir.
Dagurinn og árið.
1 ýmsum af hinum stærri menningarlöndum hefir á síðustu árum
bólað talsvert á óánægju með það tímatal, sem vér nú höfum, og
ýmsar tillögur komið fram um breyting á því.
Út á tímatai dagsins hafa menn það að setja, að það sé lítt í
samræmt við sólaruppkomu og sólarlag, svo að vinnutíminn komi ekki
sem heppilegast niður á sumrin í hinum norðlægari löndum Norður-
álfunnar. Úr þessu vilja menn bæta með því, að flýta öllum klukkum
um eina klukkustund á sumrin, en seinka þeim aftur um eina stund á
vetrum. Sú tillaga hefir komið fram á Englandi, og er þar allmikið
kapp lagt á, að koma þessari breytingu á, af því þá fengist meira
samræmi við sólarganginn, og menn nytu betur sólarljóssins og dags-
birtunnar. Sumum finst reyndar, að slíks ætti ekki að þurfa með, því
ekki þyrfti annað en að fara einni stund fyr að hátta og einni stund
fyr á fætur. En reynslan sýnir, að menn eru nú orðnir svo vanir að
haga sér eftir klukkunni í þessu efni, að örvænt þykir um, að menn
hverfi frá gömlum vana, nema klukkunni sé breytt. Er því jafnvel í
ráði að koma þessari breytingu á með lögum, og ekki óhugsandi að
úr því verði, með því margir þingmenn Englendinga kvað vera því
hlyntir, enda auðsætt, að hér er um harla heilsusamlega ráðstöfun að
ræða.
Að tímatali ársins þykir mönnum einkum það, að mánuðirnir eru
ekki jafnlangir og ekkert samræmi milli vikudaga og mánaðardaga. Og
í annan stað þykir mönnutn óþægilegt, að bæði páskarnir, hvítasunn-
an og aðrir hátíðisdagar skuli ekki ávalt vera á sama tíma árs, því
slíkt valdi ýmiskonar truflun og óþægindum, eins og lífi manna sé nú
háttað.
Að tillögum um breytingu á þessu er einkum kappsamlega unnið
á Svisslandi, en þó líka talsvert á Þýzkalandi og Englandi. Fara þær
tillögur í þá átt, að koma sama tímatali á um allan heiminn og gera
það svo úr garði, að það verði óbreytt um aldur og æfi, óbreytt ár
eftir ár, svo að mánaðardagar hvers árs lendi ætíð á sömu vikudögun-
um, og allir hátíðisdagar á sömu viku- og mánaðardögum á hverju ári.
Um slíkt tímatal hafa komið fram margar tillögur, og munu þær
uppástungur, sem jýjóðverji einn hefir nýlega komið fram með, hafa
einna mest fylgi. En tillögur hans eru þessar:
Nýjársdag og hlaupársdag skal ætíð skoða sem aukadaga, og þá
daga skal því aldrei telja með, þegar árinu er skift niður í smærri