Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Page 32

Eimreiðin - 01.01.1912, Page 32
32 verður ráðandi í landi og hingað til um uppeldi æskulýðsins. Pví að því verður ekki neitað, að hugsunarhátturinn er víðasthvar býsna öfugur í þeim efnum. Menn álíta, að alt sé undir því kom- ið, að menta unglingana til munnsins, troða í þá svo eða svo miklu af bókviti, en um líkamann þurfi ekkert að hirða, hann þurfi engrar mentunar við. Pað sé ekki annað en útslit á honum, að vera að reyna á hann í frístundunum, þegar menn komi þreytt- ir heim frá vinnunni, búðarborðinu eða bókinni; það sé nær að hvíla sig! Iþróttaæfingar séu ekki annað en óþarfi og tímatöf, og geti jafnvel verið hættulegar, menn geti vel meitt sig á þeim! Og þessi hugsunarháttur verður til að ala upp í unglingunum sér- hlífni, eigingirni og leti. En af iðjuleysinu leiðir aftur sífelda deyfð og doða, kjarkleysi og framtaksleysi, óánægju með sjálfan sig og sívaxandi nautnafýst. Menn geta ekki notið lífsins eða gleðinnar nema með aðstoð einhverra æsingameðala, og nota því frístund- irnar til að sitja í reykjarsvælu á veitingahúsum eða kaffistofum við nautn ýmislegra drykkjarfanga, sem allajafna verða til að veikja líkamann — í stað þess að styrkja vöðvana og taugarnar með röskum gönguspretti eða einhverskonar íþrótta-áreynslu eða afl- raunum og fylla um leið lungun með heilnæmu og hressandi útilofti — þeim réttnefnda og sanna »lífs-elixír«, sem náttúran hefir bruggað oss, og enginn nautnadrykkur af mannavöldum get- ur við jafnast. Og þessir unglingar, sem þannig fara með æsku. árin, þeir eru að halda hrókaræður um fornaldarhetjur vorar, af- reksverk þeirra og íþróttalíf, og ráða sér ekki fyrir kæti, ef þeim tekst að ættfæra sig til einhvers fornkappans. Peir eru að stæra sig af því og monta, að þessi eða hinn fornkappinn, sem þeir séu komnir frá í 15.—20. eða jafnvel 30 lið, hann hafi afrekað þetta og þetta. En hitt dettur þeim ekki í hug, að betur mundi við eiga að roðna og skammast sín fyrir ættleraskapinn: að eiga kyn sitt að rekja til slíks kappa og vera þó sjálfur slíkur dauðans amlóði! Eessi skaðlegi hugsunarháttur þarf að breytast. Mönnum þarf að verða ljóst, að það er ekki nóg að menta andann, heldur verður líka að menta líkamann jöfnum höndum. Og menn mega ekki halda, að líkamsmentun og íþróttalíf leiði til þess eins, að gera líkamann hraustan og þolinn, sem þó í rauninni ætti að vera nóg meðmæli með henni. Nei, hún gerir meira en það; hún glæð- ir og eflir — já beinlínis skapar ýmsa þá eiginleika, sem mest er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.