Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1912, Page 38
38 ust fyrir. Pá fyrst vóru tök á að senda menn úr Reykjavík til Islandsglímu, og vóru þeir Guðmundur A. Stefánsson og Sigur- jón Pétursson sendir norður. Lauk þeim viðskiftum svo, að Guðmundur A. Stefánsson vann Islandsbeltið, en Sigurjón féll fyrir engum nema Guðmundi einum. Pá keptu um beltið 11 menn aðrir, 9 úr Þingeyjarsýslu, 1 af Akureyri, skjaldarhafi þar, og 1 úr Eyjafjarðarsýslu. Fór glíman hið bezta fram og nú varð engin misklíð manna á millum eða ágreiningur um byltur. Allir 4. KEPPENDUR UM ÍSLANDSBELTIÐ í RVÍK 12. JÚNÍ 1910. (Guðmundur A. Stefánsson. 2. Hallgr. Benediktsson. 3. Kári Arngrímsson. 4. Eiður Guðmundsson. 5. Sigurjón Pétursson. 6. Sigurður Sigurðsson. 7. Jón Vigfússon. 8. Jónas Snæbjörnsson. 9. Sigvaldi Sveinbjörnsson.) duttu svo hreinlega, að ekki var um að villast. Pótti það sýnt, að Sunnlendingarnir væru hinum fremri í glímulistinni, og tóku Norð- lendingarnir því með riddaralegri kurteisi, og kváðust vel ánægðir, því þeir hefðu ekki betri leikbræður fyrir hitt. Guldu Sunnlend- ingarnir þau ummæli í líkri mynt og riðu til átthaga sinna með íslandsbeltið. Pótti Reykvíkingum vel, er það var nú þar niður komið, og þökkuðu glímuköppunum fyrir frammistöðuna. Fimta Islandsglíman fór fram í Reykjavík u júní 1910, því nú átti beltishafi þar heima. Hlökkuðu bæjarbúar nú mjög til að fá að horfa á Islandsglímu, og ekki var áhuginn minni hjá glímu-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.