Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Side 39

Eimreiðin - 01.01.1912, Side 39
39 mönnunum sjálfum á að æfa sig vel og standa sig sem bezt; því þeir áttu von á glímumönnum að norðan, og var meira í mun, að beltið yrði ekki dregið úr höndum þeim. Treystu Reykvíking- ar »Ármenningutn« til að halda því í bænum, enda brugðust þeir ekki trausti þeirra. Pessi Islandsglíma var háð í Barnaskólaportinu í Reykjavík, og tóku þátt í henni 3 Norðlendingar og 6 Sunnlendingar. Norð- lendingarnir vóru: Kári Arngrímsson, Sigurður Sigurðsson og Eið- urGuðmundsson, en Sunnlendingarnir vóru: Guðm. A. Ste- fánsson, beltishafi, Hallgr. Benedikts- son, Sigurjón Pét- ursson, Jón Vigfús- son, Jónas Snæ- björnsson og Sig- valdi Sveinbjörns- son. Fóru svo leik- ar, að Sigurjón Pétursson varðnú hlutskarpastur og vann beltið. Varð gleði mikil hjá þing- heimi yfir því, að beltið varð kyrt í Reykjavík, því þess óskuðu allir, þótt ekki væri allir á eitt sáttir um það, hver , 5. SIGURTON PETURSSON. hljota mundi, og vakti það nokkraj'undrun, er það varð hinn yngsti af keppinaut- unum, er hnossið hlaut, og þótti þá sýnt, hver bezt hefði sig undirbúið glímuna. Sjötta Íslandsglíman var og háð í Reykjavík 16. júní 1911. Sóttu hana enn 3 Norðlendingar, tveir hinir sömu og fyr, þeir Kári og Eiður, en hinn þriðji var Jóhannes Laxdal, sem að margra áliti var þeirra efnilegastur glímumaður. Þá glímu sótti og einn Árnesingur, Bj. Bjarnason frá Auðsholti, og hinn frækni glímu-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.