Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 45

Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 45
45 heyra, hve mannsöfhuðurinn í kringum pallinn var áhugamikill og áfjáður eftir að fá að vita, hver sá og sá væri af glímumönnun- um, líkt og annars á sér stað um lýðfræga ræðuskörunga eða stjórnvitringa. »Hver er sá, sem þarna glímir?« — ^Petta er hann Jóhannes glímukappi« . . . »þetta hann Hallgrímur . . . Sigurjón .. . Guðmundur ... og þessi bráðfimi þarna hann Snorri Einarsson« o. s. frv. — Og nú kallar A. Tulinius sýslumaður, sem glímunum stýrði, þá Jóhannes og Sigurjón og gangast þeir að, glíma létt og liðlega, og skifti þó ekki mörgum togum áður en Jóhannes laut að velli. Dundu þá við fagnaðaróp mikil hjá þingheimi, því meginþorri áhorfendanna vóru Sunnlendingar, og þótti þeim jafn- an vænt um, er þeirra maður bar hærri hlut. Svo glímdu þeir Guðm. Stefánsson og Jóhannes, og féll Guðmundur að úrskurði dómnefndar. Tá glímdu þeir Hallgrímur og Jóhannes, og varð nú hljóð meðan stóð á þeim sviftingum. Féll Jóhannes þá enn fyrir Hallgrími, og dundu þá við glymjandi fagnaðaróp. I annað sinn glímdu þeir Sigurjón og Jóhannes, en þá féll Sigurjón. Samkvæmt úrskurði dómnefndar fékk Hallgr. Benediktsson i. verðlaun, Guðm. A. Stefánsson 2., og Jóhannes Jóseps- son 3. Vóru »Ármenningar heldur en ekki upp með sér, er þeir sáu formann sinn. sigurvegarann, borinn í gullstól, og krýndan blómsveigum, af leikvellinum, og lustu þá upp dynjandi fagnaðar- ópi. Pað var heldur ekki ástæðulaust, því þessum úrslitum hafði í rauninni enginn við búist. Var mikið um þau talað alt kveldið og fregnin um þau barst óðfluga til Rvíkur og þaðan út um land alt. Tótti mönnum nú sýnt, að góð íþróttamanna-efni væri í »Ármanni«, og varð það engin smáræðishvöt fyrir félagsmenn hans til að lierða sig og æfa betur, svo sigurinn yrði ekki brátt dreginn aftur úr höndum þeim. LUNDÚNAFÖRIN. Sama ár (1907) um haustið var farið að tala um að senda menn til Lundúna, til þess að sýna þar íslenzka glímu í sambandi við ólympsku leikina, sem þar átti að halda 1908. Tóku menn þá að æfa sig af kappi, til þess að, vera sem bezt undirbúnir, og héldu því fram allan veturinti. Var talað um að senda 7 menn, 1 af Austurlandi, 3 af Norðurlandi og 3 úr Rvík. Var samskota leitað um land alt, og varð vel ágengt, því allir vildu styrkja íþróttamennina til að sýna íslenzku glímuna í umheiminum. Varð það og úr, að 7 menn vóru sendir, og urðu

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.