Eimreiðin - 01.01.1912, Qupperneq 48
48
lengd á jafnskömmum tíma og hlaupagarpar annarra þjóða. En þrátt
fyrir hæðirnar og dældirnar rann nr. I, Helgi Árnason, míluna
á 28 mín. 5 sek., nr. 2, Sigurjón Pétursson, á 28 m. 10 s.
og nr. 3, Jóel Ingvarsson (Hafnarfirði), á 28 m. 15 s. (Nr. 4
varð unglingspiltur, Einar Pétursson, er fékk heiðursskjal fyrir
dugnað). Má telja þetta einkarvel hlaupið, þegar þess er gætt,
hve lítt menn hafa hér tamið sér skeið. Og verst er, að menn
kunna ekki að æfa sig, eða gera of lítið að því. En þegar þetta
kapphlaup var háð, vóru skeið að byrja hér um slóðir, svo menn
gátu varla verið heimtufrekir
Míluskeiðið var háð 1. ág. og hófst frá Árbæ kl. 2 síðd.
Runnu 14 af stað og komust allir á Austurvöll, og hafði sá, er
síðastur varð, runnið skeiðið á 33 m. 10 s.
Sama daginn var háð kappsund suður við Skerjafjörð, kl.
5 siðd. Var þá og vígður til notkunar hinn veglegi sundskáli
Ungmennafélags Reykjavíkur, er verða mun til mikillar blessunar
fyrir bæjarbúa, því hann er nokkurskonar heilsuhæli, er sækja má
í það hressandi heilsuafl, sem sjóböðin veita mönnum. Syntu þar
margir ungir menn, eftir að vígsluræðunni var lokið, og því næst
var þar háð kappsund, fyrst 100 stikur og svo 500 stikur, og
unnu sömu sigurvegararnir bæði sundskeiðin í sömu röð, sem sé
nr. 1 Sigtryggur Eiríksson, nr. 2 Stefán Ólafsson og nr.
3 B. G. Waage.
Er þetta hið fyrsta meiriháttar kappsund, er hér hefir háð
verið um langan aldur. Pví sundlistin hefir sem aðrar íþróttir
legið hér í nokkurskonar dái og menn lítið æft hana. Er það því
ver farið, sem hún er einhver sú hollasta og nýtasta íþrótt, sem
nokkur maður getur tamið sér, sú íþrótt, sem allir geta og allir
ættu að læra. Á Suðurlandi hefir sundkennari Páll Erlingsson
mest og bezt barist fyrir því, að kenna mönnum sundtökin, og
er það því mjög mikið honum að þakka, að margir eru hér nú
syndir orðnir, — að minsta kosti svo margir, að orð Hallvarðs gamla
í »Manni og konu« mundu nú ekki eins vel við eiga og um mið-
bik 19. aldarinnar. Hann var að segja frá skipstrandi, og spurðu
þá tilheyrendurnir: »En komust mennirnir þá af?« — »Nei, biddu
fyrir þér, ekki því líkt, ekkert mannsbarn nema kokkurinn og
hundurinn skipherrans, sem var syndur,« svaraði Hallvarður. Paö
var svo sem ekki um slíka list að ræða hjá mönnunum, það var
hundurinn einn, sem hana kunni. Svo aumlegt er ástandið ekki