Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Side 49

Eimreiðin - 01.01.1912, Side 49
49 lengur, að enginn kunni að synda. En þeir eru þó altof fáir. Og því farast svo margir í sjóinn rétt við landsteinana. Sund þurfa allir að kunna, ungir og gamlir, háir og lágir. Svo var það líka í fornöld hér á landi. Pað var ekki nóg með að allir frjálsir menn væru þá syndir, heldur þrælarnir líka, Pví varð þeim Pórólíi og Ásgauti þræli ekki skotaskuld úr því, að synda yfir Laxá í Döl- um millum höfuðísa, er Ingjaldur Sauðeyjargoði elti þá og varð frá að hverfa, af því hann áleit ána ófæra. Pá synti og Grettir viku sjávar í land úr Drangey, og Helga jarlsdóttir, kona Harðar .Grímkelssonar, D/s mílu enska í land úr Geirshólma í Hvalfirði, og synti þó með Björn son sinu, fjögra vetra gamlan; og þó var hún ekki meira eftir sig en það, að hún gat lagt út aftur móti hinum syninum, Grímkatli, 8 vetra gömlum, og flutt hann til lands, er honum dapraðist sundið. — Væri ekki gaman að hugsa til þess, ef aftur skyldu rísa upp hér á landi jafnsundfærar konur og Helga jarlsdóttir, og aðrir eins sundmenn og Grettir og Kjartan Ólafsson? Og það er svo sem enginn ómöguleiki, að láta þann draum rætast. Pað er algerlega á voru valdi og komið undir áhuga vorum og æfingum. Annan dag þjóðhátíðarinnar, 2. ág., fóru fram veðreiðar á Melunum kl. 9 árd., en að þeim loknum kapphlaup. Var fyrst runnið 100 stiku skeið, og varð þá fyrstur Helgi Jónsson, Sigurjón Pétursson annar og Ól. Magnússon þriðji. Pví næst var runnið 1000 stiku skeið, og hlaut þá Sigurjón Pétursson 1. verðl., Guðmundur Sigurjónsson 2. og Magnús Tómas- son 3. Kl. 2. síðd. fór fram hið fyrsta kappstökk, hástökk og langstökk, og vann Kristinn Pétursson 1. verðlaun í báðum. Kl. 5 síðd. vóru háðar glímur, í tveimur flokkum eftir þyngd glímumanna. Vóru í fyrri flokknum þeir, er þyngri vóru en 135 pd., en í hinum flokknum þeir, er léttari reyndust. Var þetta í annað sinn, er menn vóru flokkaðir eftir þyngd við íslenzka glímu hér á landi, en í fyrsta sinn var það gert við kappglímur í Rvík 14. marz 1909. Virðist sú flokkun réttlát, enda er hún algeng við fangbrögð í útlöndum. Pyngdin gerir talsvert að verkum, en þó ekki nærri eins mikið í íslenzku glímunni, eins og í grísk-róm- verskri glímu. — í þyngri flokknum hlaut Sigurjón Pétursson 1. verðl., en Hallgr. Benediktsson 2., en í léttari flokknum Kristinn Pétursson 1. og Guðm. Sigurjónsson 2. 4

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.