Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Page 55

Eimreiðin - 01.01.1912, Page 55
55 ar, glímur og sund, og sýndi Rist þar sundfimi sína. En ann- ars snerist hugur allra íþróttamanna þá mest til Rvíkur, enda vóru 3 beztu íþróttamenn Norðlendinga þar staddir, til að taka þátt ( Islandsglímu og fleirum íþróttum. Petta átti líka svo að vera, því að þangað átti nú að sækja af öllu landinu, og ætti hvert Ungmennafélag að telja sér skylt að senda einn eða tvo í- þróttamenn á slík mót, hvernig sem þeir svo kunna að standa sig í leikjunum. Aðalatriðið er, að þeir mæti; því þó þeir bíði ó- sigur, þá ættu þeir líka að stælast við það. »Ósigur í dag, en sigur á morgun« verður ávalt hugsun þess, sem einhvern snefil hefir af kjarki. Af öllum Ungmennafélögum landsins hefir mest kveðið að Ungmennafélagi Reykjavikur, að því er snertir efling íþrótta- lífsins. Pað félag hefir eignast bezta íþróttakrafta í flestum grein- um, enda líka mest fyrir íþróttirnar gert, sérstaklega sundlistina og glímurnar, skeiðhlaup og göngur. Pótt við eigum ekki neina afburðamenn í þessum síðasttöldu íþróttum, þá er þar samt góð- ur og efnilegur vísir, sem á fyrir sér að þroskast og fullkomnast. Eitt af beztu verkum þessa félags er reising sundskdlans við Skerjafjörð, sem komið var upp sumarið 1909. Slíkur sund- skáli var orðinn Rvík alveg ómissandi, bæði til þess, að bæjar- búar sjálfir gætu þar fengið sér hressandi sjóböð, og boðið »gest- um þeim, er að garði koma«, upp á að synda við nýtilegt sund- hús. fetta sá líka Ungmennafélagið og bæði safnaði fé með skemt- unum og stofnaði hlutafélag, til þess að koma skálanum upp. Urðu margir bæjarbúar til að styrkja fyrirtækið með glöðu geði, en sjálfir unnu félagsmenn að vegarlagningu að skálanum í frí- stundum sínum. Er sundskálinn nú að mestu leyti orðinn eign Ungmennafélagsins, og er það að þakka einstaka dugandi með- limum félagsins, er beizt hafa af alhuga fyrir sundlistinni og þessu musteri hennar. Síðan sundskálinn kom upp, hefir fjöldi fólks farið þangað, til að fá sér sjóböð. Pað er heldur ekki nema mátulegur gangur þangað suður, til að hita sér undir baðið og losa sig við rykið og óloftið í bænum. En tiltölulega fáir eru það þó af öllum fjöldanum, sem svo mikla rækt leggja við líkama sinn. Margir játa reyndar, að það sé nauðsynlegt, en eru altof makráðir og latir til þess, að láta nokkuð úr því verða. En þeir ættu að líta sem snöggvast inn í heilsuhælið á Vífilsstöðum. Par munu þeir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.