Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Side 56

Eimreiðin - 01.01.1912, Side 56
56 geta séð sveit ungra manna, sem eytt hafa frístundum sínum á götunum, veitingahúsum, kaffistofum og leikhúsum, en aldrei haft mannrænu til að fá sér ærlegt sjóbað. Og nú liggja þeir milli heims og helju, vona að sér batni, en vita þó, að vel getur svo farið, að hinn illi gestur í brjóstum þeirra verði yfirsterkari og leggi þá í gröfina í blóma lífsins. Og þá iðrast þeir þess sárt, að hafa ekki notað æskuárin til að styrkja líkamann. En það er um seinan. Oðrum ætti þetta að vera kenning, til þess að fara ekki eins að, lifa ekki alveg eins öfugt við allar heilbrigðisreglur, held- ur brynja sig snemma gegn tæringunni og vingast við skæðustu fjandmenn hennar: sjóinn, loftið og sólina. Ef bæjarbúum væri það fullljóst, hvílík óþrjótandi heilsulind sundskálinn mætti verða fyrir þá, ef hann væri nógu mikið notaður, þá mundu þeir streyma þangað hópum saman. Allir eiga sunnudagana fría, og með því að nota þá vel, má mikið gera fyrir líkamann og heilsuna. Eins og áður hefir verið á vikið, var sundskálinn vígður I. ág. 1909 í sambandi við þjóðhátíð Reykvíkinga, og hélt fyrv. ráð- herra Hannes Hafstein vígsluræðuna. Við sundskálann hafa mörg kappsund þreytt verið, og hefir U. M. F. R. gengist fyrir þeim öllum. Magnús Brynjólfsson. Fáir Islendingar hafa víst orðið samlöndum sínum jafn-harm- dauða og Magnús lögmaður Brynjólfsson, sem lézt í Pembína 16. júlí 1910. Það var auðséð á blöðum Vestur-Islendinga, að þeim þótti þar skarð fyrir skildi, og skáld þeirra tóku á því, sem sem þau áttu til, til að halda minningu hans á lofti. Og það var heldur ekki ófyrirsynju, því maðurinn var svo mikill afbragðs- maður, að hann var sönn prýði fyrir Islendinga, bæði vestan hafs og austan. Ritstjóri Eimr. hafði þá ánægju að kynnast honum ofurlítið í Vesturheimsför sinni 1896 (sbr. Eimr. III, 68—70) og þótti strax mikið til hans koma. Seinna flutti og Eimreiðin (XI, 67—69) mynd af honum og helztu æfiatriði hans, sem hér er óþarft að endurtaka. Pví það er ekki tilgangur þessara lína að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.