Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 58

Eimreiðin - 01.01.1912, Síða 58
58 yfirlætisleysi, þó hann legði svo drjúgan skerf til eflingar þjóð- félagsins. Hann ávann sér aðdáun manna í hverri stétt og virð- ingu allra, sem umgengust hann. En það var síður en svo, að hann legði sig nokkuð í framkróka í því efni. Pað kom alveg af sjálfu sér, af því menn sáu og viðurkendu, að þarna var maður með stórri sál og mikilli skapfestu, og aðrir tápmenn urðu því til að knýja hann og ota honum fram, af því þeir þóttust sannfærð- ir um, að hann mundi framkvæma það, er aðrir mundu verða hikandi við og bilast láta. Magnús Brynjólfsson var ríkislögsóknari í Pembínahéraði. En hann var annað og meira en það. Hann var þjóðfrægur lögmað- ur. Vér sáum hann í Minot og heyrðum hann tala fyrir tilnefn- ing John Burke’s til ríkisstjóra. IJað er sú snjallasta tilnefningar- ræða, sem vér nokkru sinni höfum heyrt. Slík tilþrif höfðu aldrei heyrst fyr í Norður-Dakóta. Eftir að John Burke hafði staðið á leiksviði hljómleikahússins og mælt með því, að fundurinn tilnefndi annan mann, þá reis Magnús Brynjólfsson úr sæti sínu í fulltrúa- hópnum og mælti með tilnefning John Burke’s. Það var eins og hann hefði slegið með töfrasprota, svo mikil vóru áhrifin af orð- um hans. Pað fór hitasóttartitringur gegnum hina fjölmennu sam- komu af eldmóðnum, sem ræða hans vakti, og hvert héraðið á fætur öðru studdi tilne'fning John Burke’s. Ræða Magnúsar Brynjólfs- sonar gerði John Burke að ríkisstjóra. Hún hleypti eldi í lýðvalds- sinnana, sem áður höfðu látið alt afskiftalaust. Hún sendi menn heim með þeim fasta ásetningi, að leggja af stað og berjast, og í þeim langa bardaga þóttust menn vissir um, að Magnús Bryn- jólfsson mundi koma á aðalherstöðvar lýðvaldssinna, hvenær sem hann væri kallaður, og hjálpa til að leysa úr öllum vandaspurn- ingum. Og hann gekk heldur ekki af hólmi, fyr en orustunni var lokiö. Magnús Brynjólfsson var hugaður sem ljón og ljúfur sem kona. Ekkert starf var of hættulegt fyrir hann, og þó kom það ávalt í ljós, hve víðtæka samúð hann bar í brjósti. Veikir og volaðir áttu í honum vísan vin og ráðanaut, en óknyttamenn og illgjarnir fengu að kenna á stálhnúum hans, því hann vildi upp- ræta alt illgresi. Hann átti óðalsrétt í bræðrabandi mannkynsins, enda skipaði hann sér þar jafnan í fylkingu. Aðrir menn urðu til að ýta honum upp í foringjastöðu, þar sem hann gat gert svo mikið gagn.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.