Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 63
63 til. Tacítus sagnaritari hefir sagt frá, hvernig hann fór að því, en síðar höfundur skáldsögunnar Quo vadis, með nokkurum ýkjum og misskilningi. IV. Pað þarf langan aðdraganda að manni eins og Cæsar var. I framætt hans stefndi kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld, að sama takmarki, sem var gjörtaminn líkami, stálhörð karlmenska. Ættin verður aðalsætt, valdaætt og lið eftir lið erfist valdfýsnin og eykst, en líka hæfileikinn til að beita valdinu, valdfimin. Seinna kom viljinn til mentunar, í þeim skilningi, sem vér nú leggjum í orðið. I þau 2000 ár, sem liðin eru frá því Cæsar var á dögum, hefir sennilega enginn þjóðhöfðingi verið eins vel að sér eins og Cæsar, eða jafnmikill vísindavinur og bókmenta. Ágústus mun hafa kom- ist þar nálægt. Og undarlegt er, hvað þessir menn, og eins Tíbe- ríus, leggja mikið kapp á að halda fram latínunni og reyna að varna því, að grískan verði yfirsterkari, og þótti þeim þó að sumu leyti vænna um grískuna og unnu Hómer varla minna en Alexander mikli. Og líldegt virðist mér, að latínan sé betra mál, þegar öllu er á botninn hvolft, heldur en grískan. Hún er líkari íslenzkunni. Pó að ég kunni ekki svo mikið í grísku, að ég tali þar öðruvísi en af mestu varúð, þá verð ég að segja, að mér finst stundum eins og einhver þýzkukeimur að grískunni, og er þó auðvitað synd að jafna henni saman við nokkurt af nýju málunum, þó að þýzk- an muni þar vera einna skárst. Að íslenzkan er fornmál og telst ekki til nýju málanna, svo að meiri munur er á íslenzku og dönsku, en á íslenzku og latínu, ef rétt er að gáð, ætti varla að þurfa að taka fram í íslenzku tímariti. V. Eg var einusinni þeirrar trúar, að bók Cæsars um hernað hans í Gallíu mundi vera ein af allra leiðinlegustu bókunum, sem til væri. Pað var um það bil, sem ég var að byrja að læra latínu. Ég man ekki eftir, að mér hafi þótt annað ófróðlegra þá, en þessi þrí- skifta Gallía. Og það var engin furða, því að það var flest annað, sem mér reið meira á að fræðast um, þegar ég var tólf og þrettán ára. Fyrir nokkrum árum, þegar ég sá, hver nauðsyn mér var á, vegna sumra rannsókna minna, að læra betur latínu, fór ég aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.