Eimreiðin - 01.01.1912, Side 69
69
hugmynd um, hvílík bókargersemi hér hefir verið að fæðast núna síð-
ustu árin. Því ef fleiri vissu það, mundu menn sjálfsagt þyrpast í fé-
lagið til að fá hana. Auðvitað geta utanfélagsmenn fengið hana keypta
sérílagi; en hún verður þá tiltölulega dýrari en ella. Enginn skyldi þó
láta það aftra sér frá að kaupa bókina, því fyrir hvern einasta ís-
lending er hún svo dýrmætur fjársjóður, að hún verður aldrei ofborguð.
Hugsum okkur, að við ættum aðra eins íslandssögu eins og þessa
íslandslýsingu. Þá værum við menn. En ætli þess verði ekki nokkuð
langt að bíða, að við verðum þeir menn. Það skyldi þá vera, að f’orv.
Thoroddsen skrifaði hana líka fyrir okkur. Hann virðist nærri jafnvíg-
ur á alt. // q
JÓN JÓNSSON: SKÚLI MAGNÚSSON LANDFÓGETI. Rvík
1911.
17 11 fæddist Skúli fógeti, 1811 Jón Sigurðsson. Gaman væri að
vita, hvort nokkur sá hefir fæðst 1911, sem framtíðarsaga lands vors
skipi á bekk með þessum mönnum. Þá yrði árið 2011 þrígilt afmælis-
ár. Nú er það tvígilt. 100 ára afmæli Jóns var minst í júní, en í des-
ember 200 ára afmælis Skúla, og var þess sannarléga vert að minn-
ast líka. í því skyni hefir og dósent Jón Jónsson gefið út nýja og
endurbætta útgáfu af riti sínu um Skúla, er út kom í safni til sögu ís-
lands (III. 1) fyrir 15 árum. Hafði sú ritgerð þegar mikla kosti, en
ekki hefir hún það síður nú. Er þar skýrt og óhlutdrægt rakinn æfi-
ferill Skúla og ágæt lýsing bæði á manninum sjálfum og allri hans
margháttuðu, opinberu starfsemi. Sýnir sú lýsing, að maðurinn var ein-
stakt mikilmenni og stórmikill ættjarðarvinur, en í aðra röndina Iíka
óbilgjarn ribbaldi, víkingur, sem ekki fór ætíð að lögum. En þeirri hlið-
inni sneri hann sjaldan eða aldrei að umkomulitlum almúgamönnum,
heldur vóru það höfðingjar einir og stórbokkar, sem á henni fengu að
kenna.
Bók Jóns um Skúla er jafnskemtileg og hún er fróðleg, og fram-
an við hana er sýnishorn af rithönd Skúla og myndir af Reykjavík
um 1780 og bústað Skúla í Yiðey. y. G.
J. P. MÚLLER: MÍN AÐFERÐ. Rvík 1911.
I’essi bók hefir farið sigurför gegnum heiminn og verið þýdd á
margar tungur. Og nú er hún kominn á íslenzku. í’að er íþróttakapp-
inn Sigurjón Pétursson, sem fyrir því hefir gengist að koma henni á
vora tungu, og hefir hann fengið bóksala Pétur Halldórsson í lið með
sér til að kosta útgáfuna, og dr. Bjöm Bjarnason til að þýða bókina.
Oss var forvitni á að sjá, hvernig sú þýðing hefði tekist, jafnerfið og
hún hlaut að vera og vandasöm. Og það gladdi oss stórlega, er vér
sáum, hve þýðandinn hafði gert sér mikið far um að hafa málið á
henni hreint og gott og hve snildarlega hann hefir komist frá því.
Um efni bókarinnar skal hér ekki mikið rætt. í’að er í fám orð-
um sagt: að kenna mönnum að styrkja og varðveita heilsu sína með
óbrotnum líkamsæfingum og vatns- og loftbaði, sem þó ekki þarf að
eyða til nema 15 mínútum á dag. Og þetta má gera hvarvetna í