Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 75
75 Vér skulum nú nefna einstök dæmi upp á mismun á hegningarlögum sagnanna og Grágásar. Samkvæmt Grg. höfðu menn ekki rétt til mannhefnda eða »áttu vígt« nema í einstöku ákveðnum tilfellum og innan ákveðins tímatakmarks. En í sögunum er rétt- urinn til mannhefnda engum slíkum takmörkum háður, hvorki bundinn við tíma né stað. í sögunum enda mál manna miklu oftar með sætt, en með dómsúrskurði, og þarf ekki að leita lögréttunnar um sáttaleyfi, eins og í Grg. í Grg. er alment að heimila hverjum manni málshöfðun gegn hinum seka (»sá á sök, er vill«). En í sögunum er slíkt óþekt. í^ar er sakaraðilinn ákveðinn, sá, er fyrir órétti hefir orðið eða hans nánasti eftir settum reglum. í Grg. er svo ákveðið, að ef lýst er vígi á hendur manni innan þriggja daga, þá skal vegandinn vera óæll til dóms og ekki má hann heldur til þings koma. í sögunum á ekkert slíkt sér stað’, þar eru menn fríir og frjálsir og fara allra ferða $inna, unz dómur er fallinn. í Grg. gilda sömu réttarfarsreglur um skógangs og fjörbaugssakir, og báðum fylgir þar féránsdómur, eða að eigur hins seka eru allar gerðar upptækar, En í sög- unum er sá munur, að þar verða menn aldrei skóggangsmenn nema með dómi, en fjörbaugsgarður eða utanferð er nærri því ætíð ákveðin með sætt. ]?ar er og fé- ránsdómur aðeins samfara skóggangi, en ekki fjörbaugsgarði eða utanferð, heldur aðeins bætur eða fésektir. I sögunum er það sakaraðili einn, sem ábatast á féráns- dómi, en í Grg. fær þjóðfélagið eða héraðsbúar hlutdeild í því fé, sem upptækt er gert. Samkvæmt sögunum getur sakaraðili eða dómhafi leyst mann úr skóggangs- sekt, án þess að leyfi lögréttunnar komi til, en samkvæmt Grg. getur lögréttan ein gert þetta. Að því er snertir utanferðir eða fjörbaugsgarð, þá fylgja menn í sögunum margskonar reglum, en einskorða sig alls ekki við hinar ákveðnu reglur i Grg. um þetta efni. I sögunum er og héraðssekt (útlegð úr héraði) algeng, en í Grg. finst hennar hvergi getið. I sögunum er málum, sem aðeins varða bótum eða fésektum, aldrei skotið til dóms, heldur er þeim lokið með sætt eða þau lögð í gerð. I sögunum fær þjóðfélagið eða héraðið enga hlutdeild í fésektum, sem þó er reglan í Grg. í Grg. eru vígsbætur og niðgjöld samfara skóggangssekt, en í sögunum fer þetta aldrei saman. Þar eru manngjöldin ekki einungis vígsbætur og niðgjöld, held- ur líka borgun fyrir að sleppa við skóggang og ná sættum. Ipessvegna getur upp- hæð manngjaldanna orðið svo afarmismunandi. Að því er snertir upphæð einfaldra manngjalda, hundrað silfurs, þá álítur höf., að skoðun dr. Valtýs, að þar sé átt við 120 aura silfurs, sé miklu líklegri, en skoðanir þeirra prófessóranna B. M. Ólsens og Finns Jónssonar, sem álíta að þar sé átt við 120 álnir eða 20 aura silfurs, og sýnir fram á, að skoðun dr. Valtýs komi miklu betur heim við upphæðir manngjalda á Suður-Þýzkalandi. Hegningarákvæði Grágásar segir hann séu svo margþætt og ströng, að fáir mundu hafa getað umflúið skóggang, ef þeim hefði verið fylgt í lífinu. En þau hafi aðallega verið »teóretisk« og sjaldan verið farið eins strangt í sakirnar. Grágás sé líka sjálfsagt yngri en flestir hafi hingað til ætlað, og ákvæði hennar hafi ekki, eins og Bogi Melsteð ætli (Isl.s. II, 140), »mestöll verið sett á söguöldinni«. Þessar rannsóknir próf. Heuslers eru afarmikils virði og varpa nýju ljósi yfir svo margt í fornritum vorum. Og sannanir hans virðast svo góðar og gildar, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.