Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Síða 16

Tölvumál - 01.10.1994, Síða 16
Október 1994 að huga að hvernig nýta mætti þessa nýju möguleika í fræðslu- tilboði skrifstofunnar. Skólaárið 92-93 var ákveðið að gera tilraun með notkun tölvusamskipta í bland við hið hefðbundna fræðslu- fundafoiTn. Hér á eftir verður stutt- lega greint frá þeim þrem tilraun- um sem gerðar hafa verið á Fræðsluskrifstofunni á síðustu tveim skólaárum. Fyrst og fremst verður fjallað um það hvernig tölvusamskiptin voru notuð í fræðslustarfinu og reynt að leggja mat á hvernig til tókst. Umsar 92-93 Við undirbúning námskeiðs, sem halda átti á skólaárinu 92-93, um hlutverk umsjónarkennarans vaknaði fljótt sú hugmynd að nota tölvusamskipti í bland við hefð- bundnari aðferðir. Rætt var við starfsmenn menntanetsins um samstarf og fékk þessi hugmynd góðarundirtektir. Varstrax heitið stuðningi í því formi að starfs- menn netsins færu í alla þátttöku- skólana og hjálpuðu kennurum að tengjast. Markmið þessa nám- skeiðs var að efla umsjónarkenn- arann í starfi og gera hann færari um að takast á við þau fjölþættu verkefni sem starfinu fylgja. Leiðimar sem valdar voru að þessu markmiði, voru bein fræðsla auk samvinnu og skoðanaskipta um- sjónarkennara umdæmisins m.a. með tölvusamskiptum. Skipulag námskeiðsins var með þeim hætti að snemma í nóv- embervoru haldnirfræðslufundir á þrem stöðum í umdæminu, Grunnskólanum á Raufarhöfn, Borgarhólsskóla á Húsavfk og Lundarskóla á Akureyri. Þátttakan var mjög góð því samtals sóttu 59 kennarar frá 14 skólum fundina. Sama dagskrá var á öllum þessum fundum en þar var einkum fjallað um samskipti kennara og nem- enda, kennara og foreldra, nem- enda innbyrðis og kennara inn- byrðis. Eftir að þessum fundum lauk var umræðan flutt yfir á Ismennt þar sem umræða um hlutverk umsjónarkennarans hélt áfram. I upphafi kynntu þátttak- endur sig með stuttu bréfi þar sem þeir skýrðu frá hvaða bekkjum þeir kenndu, hversu lengi þeir hefðu kennt og fleira í þeim dúr. Þetta þótti nauðsynlegt bæði til að þjálfa þátttakendur í tölvusam- skiptunum og einnig vegna þess að sumir þessara kennara höfðu aldrei hist. Til að gera þetta eilítið persónulegra voru sendar myndir frá fundunum þremur í alla þátt- tökuskólana til að fólk gæti virt fyrir sér þá sem þeir voru að skipt- ast á skoðunum við. Eftir þessa kynningu upphófst hin eiginlega umræða á netinu. Umsjónarmenn vörpuðu fram spurningum tengd- um viðfangsefninu til íliugunar og umfjöllunar. Einnig höfðu kennararnir í skólunum bein samskipti sín á milli. Þessar "um- ræður" héldu síðan áfram fram á vorið. Um miðjan apríl var sam- eiginlegur fundur í Hrafnagils- skóla þar sem allir þátttakendur hittust. Efni þess fundar var tví- skipt. Fyrst fjallaði Hafdís Guð- jónsdóttir, kennari íLækjarskóla, Hafnarfirði um foreldrasamstarf, síðan var einskonar uppgjör eða mat á vetrarstarfinu. Þegar á heildina er litið er óhætt að fullyrða að bærilega hafi til tekist. Líflegar umræður urðu á netinu um hlutverk umsjónar- kennarans og einnig urðu um- ræður í skólum þátttakenda meðal kennara sem ekki tóku þátt í nám- skeiðinu. Eins þjálfuðust þátttak- endur heilmikið í notkun tölvu- samskipta. V erið var að prófa nýja samskiptaleið ífræðslustarfi skrif- stofunnar, sem varað mörgu leyti frábrugðin þeim sem höfðu áður verið reyndar. Sumt hefði að sjálf- sögðu mátt fara betur og er ýmist um að kenna skipulaginu eða óvana þátttakenda og umsjónar- manna af svona vinnubrögðum. Eitt af því sem fólk saknar í tölvu- samskiptum er líkamsmálið. Það er tvennt ólíkt að ræða saman augliti til auglitis eða skiptast á skoðunum skriflega um tölvunet. Það að sjá ekki svipbrigði á þeim semmaðurerað "ræða" viðgetur verið skrambi erfitt. Að vaipa fram spurningu í umræðum eða að koma með hana skriflega er líka ólíkt. Einnig fyllist fólk oft óör- yggiskennd ef það fær engin svör við því sem það hefur fram að færa, það fær ekki einu sinni að vita hvort boðin hafi komist alla leið. Þarna kom glögglega í ljós að sömu lögmál virðast gilda hvað varðar sambandið milli virkni þátttakenda og hópastærða í um- ræðuhópum á tölvuneti eins og í hefðbundnum umræðuhópum þar sem fólk er augliti til auglitis. Því stærri sem hópurinn er því færri óvirkir. Umsar 93-94 Við skipulagningu fræðslu- fundatilboðs Fræðsluskrifstof- unnar fyrir skólaárið 93-94 var ákveðið að halda áfram með nám- skeiðið um hlutverk umsjónar- kennarans. Þá þótti og sjálfsagt að halda áfram tilraunum með notkun tölvusamskipta og byggja á þeirri reynslu sem fengist haíði árið á undan. Viðfangsefni vetr- arins var skipt í þrennt, nántsum- hverfi, kennsla og uppeldi og sam- skipti. Ákveðið var að auk beinnar fræðslu skyldu þátttakendur vinna í sameiningu sjálfsmatshefti fyrir hvert viðfangsefni, sem nýst gæti kennurum í starfi. Upphaf nám- skeiðsins var með sama sniði og áður þ.e. þrír samskonar fundir í jafn mörgum skólum. Þátttakan var svipuð og fyrra árið eða 56 kennarar frá 15 skólum. Þetta var 16 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.