Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Qupperneq 18

Tölvumál - 01.10.1994, Qupperneq 18
Október 1994 var síðan notaður til uppgjörs og mats á vetrarstarfinu. Þetta fyrirkomulag reyndist að flestu leyti vel en þó reyndist erfitt að halda allar tímasetningar. Þótt nethópamir væru ekki stórir voru þátttakendur mjög misjafn- lega virkir og umræður í hópunum voru lengi af stað. Líklegt er að umræðurnar hefðu gengið betur og orðið markvissari ef einhver innan hópsins hefði verið gerður ábyrgur fyrir því að halda um- ræðunni vakandi í stað þess að umsjónarmenn væru að reyna það sjálfir. Þátttakendurvoruafarmis- jafnlega á vegi staddir með tölvu- samskiptin og hafði það óneitan- lega sín áhrif. Eftir hópinn liggja tvö mats- hefti, annars vegar um námsum- hverfið og hins vegar um kennslu og uppeldishlutverk kennarans upp á 10 bls. hvort. Hefti þessi eru mjög ítarleg og er þar að finna flest það sem kennarar verða að athuga og meta varðandi þessa tvo þætti. Umsjón með þessum nám- skeiðum höfðu Anna Lilja Sigurð- ardóttir og Jón Jónasson, bæði starfsmenn Fræðsluskrifstof- unnar. Átaksverkefni um blöndun Leitað var til Hvammshlíðar- skóla um samstarf að þróunarverk- efni sem hefði það að yfirmark- miði að bæta kennslu fatlaðra nemenda í umdæminu. Verkefnið var skipulagt til tveggja skólaára og hófst haustið 1992. Sett voru markmið í þremur liðum: - að stuðla að aukinni og árang- ursríkari blöndun fatlaðra og ófatlaðra nemenda í alnrenn- um bekkjum - að stuðla að framþróun í starfs- háttum skólanna þannig að betur gangi að mæta ólíkum þörfum í bekk - að auka tengslin milli sérskól- ans og almenna skólans. Ataksverkefni um blöndun náði til 9 fatlaðra nemenda sem allir njóta kennslu í heimaskóla. Þátttökuskólarnir voru sjö, fimm skólar á Akureyri ásamt Dal víkur- skóla og Borgarhólsskóla á Húsa- vík. Lögð varáherslaásamvinnu, ráðgjöf og fræðslustarf. Auk fræðslufunda og ráðgjafarvinnu í skólunum var ákveðið að nota Ismennt til samskipta. Myndaður var póstlisti á Ismennttil að skapa þátttakendum vettvang til skoð- anaskipta og að rniðla hverjir öðr- um af reynslu sinni. Þessi tilraun sem þarna var gerð sýndi að meira þarf til en einungis það að skapa vettvanginn. Það er fullur áhugi á að halda vakandi umræðunni um blöndun fatlaðra og ófatlaðra á menntanetinu en þar þarf að skipu- leggja samskiptin og einhver þarf að leiða umræðuna og fy lgja henni eftir. Umsjón með framkvæmd verkefnisins, höfðu Anna Lilja Sigurðardóttirsérkennslufulltrúi, Már Magnússon forstöðumaður sálfræðideildar og Halldóra Har- aldsdóttir, skólastjóri Hvamms- hlíðarskóla. Framtíðarsýn A þessari stundu ríkir talsverð óvissa um framtíð fræðsluskrif- stofanna. En hvort sem þær verða lagðar niður eða rekstrarformi þeirra breytt þá þarf að sinna þeim verkefnum sem þar eru unnin í dag. Því er mikilvægt að sú þróun og nýbreytni í vinnubrögðum sem hér hefur verið lýst haldi áfram og nýtist hvar sem verkefnunum verður sinnt í framtíðinni. í öllu fræðslustarfi sern og öðru er nauðsynlegt að staldra við og rneta það sem gert hefur verið og kanna viðhorf þeirra sem fræðsl- unnar njóta. Því var síðastliðið vor gerð könnun á viðhorfum kennara á Norðurlandi eystra til fræðslufundatilboðs skrifstof- unnar og mati þeirra á hvernig til hafði tekist. Svör bárust frá 147 kennurum af rúmlega 400 sem eru í umdæminu. I könnun þessari var meðal annars kannað viðhorf til notkunar tölvusamskipta í fræðslustarfi skrifstofunnar. Full- yrðingunni: Fræðsluskrifstofan á að leggja aukna áherslu á notkun tölvusamskipta í sínu fræðslu- fundatilboðikváðusttæplega 18% vera rnjög sammála, 42% nokkuð sammála, 29% frekar ósammála og 6% mjög ósammála. Einnig var spurt: Hvaða áhrif hefur það á fræðslufundaþátttöku þína ef fræðslan og samskiptin byggjast aðeinhverju leyti átölvusamskipt- um? Svörin skiptust þannig að 19% töldu það hafa hvetjandi áhrif, 36% engin áhrif, 28% letjandi áhrif og loks 12% sögðu að það kæmi í veg fyrir þátttöku. Það vekur athygli þegar svörin eru skoðuð með tilliti til stærðar skóla að ekki virðist vera mark- tækur munur þar á en freistandi hefði verið að álykta sem svo að kennarar í fámennu skólunum hefðu meiri áhuga ánotkun tölvu- samskipta. Hugsanleg skýring gæti verið sú að þeir kennarar sækist frekar eftir félagsskap við aðra kennara. Stöðugt er verið að auka og bæta þær upplýsingar sem Fræðsluskrifstofan hefur undir gopher og nú á næstunni verður farið að vinna í því að setja frétta- bréf skrifstofunnar og opinberar skýrslur ýmisskonar þangað. Fyrir nokkru var byrjað að hanna gagnasafnskerfi fyrir menntamálaráðuneytið og fræðsluskrifstofurnar til að halda utan um allar upplýsingar um grunnskólahald í landinu. Einn starfsmaður skrifstofunnar á sæti 18 - Töivumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.