Tölvumál - 01.10.1994, Page 28
Október 1994
Þær þýðingar sem verið er
að vinna að eru:
Froskurinn Flosi, forrit sem
nýbúið er að þýða og er að koma
út. Músastýrð rannsókn, byggð á
forvitni, sem getur þjálfað lestur
og rökhugsun.
Darri dreki, þrautalausna-
forrit, næstum tilbúið.
"Math Circus", forritið er
stærðfræðifoiTÍtmeðmöguleikum
á þyngdarstillingu.
Músin Marteinn, hollensk
mús sem lendir í ævintýrum í
Amsterdam og nágrenni. Þrauta-
lausn og landkynning. Nánast
tilbúið.
Teikniforritið Klessa er næst-
um tilbúið.
Áhersluatriði félags-
ins í tengslum við
tölvur og skólastarf
Félagið leggur rnikla áhersl u á
að það sem unnið er á þess vegum
sé hvorutveggja, kennslufræði-
lega og forritunarlega vel unnið.
Hefur samvinna þessara faghópa
leitt af sér ákveðnar áherslur sem
farið er eftir við hönnun forrita.
Þar ber hæst, að leitast er við að
hafa forritin einföld og án alls
óþarfa "Ijósasjóvs" Það er, að
nýta eingöngu þá tækni sem þarf,
til að kennslufræðilegumarkmiði
sé náð með notkun forritsins. For-
ritarar vilja eðlilega nýta tæknina
til fulls, en oft getur verið kennslu-
fræðilega rétt að vannýta tæknina.
Annað sem félagið leggur
áherslu á, er að vinna með slökkl
á tölvunni. Það er, að nýta tölvuna
sent kveikju, þannig að nemendur
halda áfram vinnu með hugmyndir
sem spretta út frá tölvuvinnunni.
Verkefnin sem fylgja sumum for-
ritunum geta nýst hér en þau eru
ekki forsenda, nemendur og kenn-
arar geta unnið eftir eigin leiðunt.
Félagið hefur sent frá sér mark-
miðsgreiningu hluta forritanna
sem það hefur gefið út. Þessari
markmiðsgreiningu er ætlað að
vera kennurum til aðstoðar við að
skipuleggja kennslu sína, þannig
að auðveldara sé að grípa til tölv-
unnarþegarþaðhentar. Ádöfinni
er að greina öll forrit félgsins og
einnig að vinna að skráningu á
hvernig þau geta tengst aðal-
námskrá grunnskóla, þannig að
auðvelt sé fyrir kennara að nýta
sér þau við skipulagningu á eigin
bekkjarnámskrá. Einnig hafa sum
foritin verið flokkuð eftir því
hvaða náms- og þroskaþáttum þau
tengjast.
Dæmi um hvernig
hægt er aö nýta
Þjálfa og Muninn
saman
Við lestrar- og stafsetningar-
kennslu hefur verið unnið með
Þjálfa og Muninn saman. Nem-
andinn vinnur með þekktan texta,
það er hann hefur fyrst verið lesinn
á bók og nemandinn þekkir og
skilur textann. Síðan er lesið í
Þjálfa og unnið að því að auka
leshraða. Það að hafa hraðann
sjáanlegan gerir nemandanum
kleift að fylgjast nteð eigin fram-
vindu og er hvetjandi. Samhliða
er unnið nteð Muninn. Sami texti
er endurskráður með notkun tölv-
unnar. Einnig er unnið með text-
ann eftir upplestri eða sóknarskrift
með mismikilli hjálp, s.s. að fylla
inn í orðmyndabox, hafa strik fyrir
hvern staf í orði, eyðufyllingum,
t.d. á endingum eða erfiðum
hljóðasamböndum.
Muninn hefur leturgerð sem
kallast strikus og er mjög einfalt
að útbúa verkefn i n með leturbrey t-
ingu. Einnig hefur verið búið til
letur sem kallast boxus og er enn
nteiri hjálp við stafsetninguna,
þar sem gerð stafsins sést. Muninn
og Þjálfi eru dæmi um ntjög ein-
föld forrit sem gefa notanda mjög
mikla möguleika. Þannig eiga
forritin að vera, látlaus og án of
mikilla "fídusa" sem taka orku og
athygli frá kennslufræðilegum
markmiðum sem stefnt er að.
Þannig forrit vill TVF sjá í
skólastarfi.
Þóra Björk Jórsdóttir er
sérkennari við Varma-
hlíðarskóla
Heilabrot
Tvær járnbrautalestir, A
og B, eru á ákveðnu
augnabliki staddar 200 km
hvor frá annarri og nálgast
á sama spori á 50 km hraða
m.v. klukkustund. (Hér er
með öðrum orðum um villu
í öryggiskerfinu að ræða).
í sömu andrá tekur fluga
nokkur flugið frá fremri
enda lesta A og flýgur beint
á móti lest B á 75 km hraða.
(Það er Ijóst að hér er um
sérlega hraðskreiða flugu
að ræða, sem einungis er
að finna í S-Ameríku).
Þegarflugansnertirlest
B snýr hún samstundis við
og flýgur á sama hraða til
móts við lest A. Á þennan
hátt heldur vesalings
flugan áfram atferli sínu,
þartil hún kremst að lokum
á milli lestanna (rétt áður
en þær rekast hvor á aðra).
Spurningin er: Hversu
langt hefir flugan flogið
síðan hún lagði af stað?
28 - Tölvumál