Tölvumál - 01.10.1994, Side 29
Október 1994
Til móts við ólíka heimsmynd
Notkun Menntanetsins til að ná persónulegu
sambandi við Indíána í Norður Ameríku
Eftir Björn Bergsson
Áfanginn MAN 113
Upphafið
Lengi hefur verið rætt um sam-
þættingu námsgreina eða opinn
skóla í framhaldsskólum, en
minna orðið úr framkvæmdum. I
MH hefur það lengi tíðkast að
kennarar fari í tíma h ver hjá öðrum
og flytji spjall eða fyrirlestra um
ákveðna þætti til frekari útvíkk-
unar og skilningsauka á tilteknu
viðfangsefni áfanga.
Á vorönn 1985 kenndu saman
í áfanga í almennri bókmennta-
fræði um absúrdisma íslensku-
kennari og enskukennari. Nýjasti
áfanginn í þessum dúr í MH heitir
"Eldvirkni og mannlíf á íslandi"
en grein urn hann birtist í Nýjum
Menntamálum fyrir skömmu (1.
tbl. 12. árg. 1994).
Á árinu 1987 kviknaði sú
hugmynd í skólanum að búa til
áfanga um Indíána í Norður-
Ameríku, sem skoða mætti frá
mörgum sjónarhornum samtímis.
Á vorönn 1989 var síðan boðið
upp á áfangann MAN 113 þar
sem inntakið var:
"Indíánar í Norður -Ameríku í
fortíð og nútíð út frá þremur
sjónarhornum, þ.e. sögulegu,
mannfræðilegu og rnunn-
mennta-/bókmenntalegu".
Hér verður látið nægja að draga
upp mjög grófar útlínur þessa
áfanga en vísa í væntanlega grein
í Nýjum Menntamálum varðandi
nánari útlistun hans.
Áfanginn er þriggja eininga
og hefur verið kenndur fjórum
sinnum. Með samvinnu þriggja
greina töldum við, þ.e. höfundur
greinarinnar senr kennir mann-
félagsþáttinn, Sigurður Hjartar-
son, sem kennir söguna og Terry
A. Gunnell, sem kennir munn-
menntir/bókmenntir, að draga
mætti upp býsna skýra heildar-
mynd af lífsháttum og örlögum
indíána í Norður-Ameríku.
Sagan gæti skýrt margt í sam-
skiptum innfæddra innbyrðis og
veigamikla þælti í þróunarsögu
nýlendnanna í álfunni og síðar
Bandaríkjanna. Munnmenntir/
bókmenntir indíána gætu varpað
ljósi á ýmislegt í heimsmynd inn-
fæddra og um leið skýrt margt í
sögu þeirra og endurspeglað á
sanra tírna ýrnsa þætti í samfélags-
gerð þeirra. Mannfélagsleg úttekt
á samfélögum innfæddra gæti
síðan skýrt margt í bókmenntum
innfæddra svo og margvísleg við-
brögð einstakra þjóða og ættbálka
gagnvart öðrum innfæddum og
hvítu aðkomufólki.
Við teljum að þetta skipulag
sýni hvernig einstök fög geta
tengst saman og gefið nemendum
tækifæri til að sanrþættaþau þegar
þeir sökkva sér niður í rnjög af-
markað viðfangsefni þ.e.a.s. til-
tekna indíánaþjóð í viðamikilli
ritgerð. Markmið okkar er einnig
að reyna að draga úr þeim "hólfa-
hugsunarhætti" sem er alltof
ríkjandi í skólastarfi að okkar mati,
þar sem hvert fag er stundað
algerlega sjálfstætt og án nokkurra
tengsla við önnur fög.
Skipulag áfangans
Áfanginn MAN 113 er próf-
laus. Nemendur vinna flestir í
pörum viðamikla ritgerð þar sem
ætlast er til að þeir dragi upp
nokkuð heildstæða mynd af þeirri
þjóð sem þeir eru að fást við. Þar
með þurfa þeir að samþætta þessa
þrjá sjónarhóla sem áfanginn
byggist á. Beinist meginvinnan á
önninni að smíði þessarar rit-
gerðar. I því sambandi má vekja
athygli á þætti lesturs og ritunar.
Hér eru nemendur ekki að lesa
einhvem fyrirfram ákveðinn texta.
Þeir munu lesa margt sem ekki
nýtist þeim í ritgerðinni. Ritun
ritgerðarinnar beinist ekki bara
að því að segja frá einhverju sem
viðkennararnirvissumfyrir. Sumt
af því sem þar kemur fram kemur
okkur á óvart enda leggja nem-
endur sig fram um að finna eitt-
hvað í heimildum sem líklegt er
að við vitum ekki. Nemendur
verða í raun meiri sérfræðingar í
tiltekinni þjóð en við kennararnir.
Alls höfum við verið með um
17 þjóðir á vallista fyrir nemendur.
Val á þjóðum réðst að nokkru af
fjölda heimilda og gæðum þeirra,
auk þess sem mið var tekið af því
hversu líkar/ólíkarþjóðirnarvoru
með hliðsjón af verkmenningu
þeirra og atvinnuháttum, búsetu-
29 - Tölvumál