Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Page 46

Tölvumál - 01.10.1994, Page 46
Október 1994 leit í atriðaskrá eins og Hjálpin, en einnig er hægt að gera frjálsa textaleit í allri skjábók- inni eða tilteknum hluta henn- ar. Atriðaskráin er þægilegri en í Margmiðlaranum að því leyti, að þegar um marga staði er að velja birtast þeir í sérstökum renniglugga og hægt er að flakka á milli þeirra án þess að þurfa að endurtaka leitina. - Loks má nefna að Margmiðl- arinn hefur til að bera ýmsa eiginleika bókar í skipulagi sínu. Forritarinn skilgreinir flettiröð milli textasíða og not- andinn getur síðan flett fram og til baka að vild milli þessara síða. I skjábókinni Talna- greiningerflettiröðskilgreind milli þeirra textasíða þar sem efnið er rakið í almennum orðum, en allartæknilegri upp- lýsingar eru á uppflettisíðum, faldar á bak við flettiröðina ef svo má segja. Eitt einkenni prentaðs máls er að orðin koma hvert á eftir öðru, marsera niður síðurnar og blað- síðumar taka hver við af annarri. Höfundar prentaðs texta taka mið af þessu og skipuleggja efni text- ans í línulegri röð: söguþráðurinn er rakinn áfram, röksemdirnar reka hver aðra og svo framvegis. Þennan hugsunarhátt nefndi hinn kunni fjölmiðlunarfræðingur Marshall McLuhan "the Guten- berg Galaxy" og fullyrti að línu- legireiginleikarprentaðsmálshafi mótað vestræna hugsun síðast- liðin 500 ár. Margmiðlunin brýtur þetta mynstur upp og tengir upp- lýsingarnar saman í vef af stað- reyndum þar sem hver maður getur rakið sinn eigin söguþráð. Hún gerir okkur líka kleift að tengja út fyrir ramma prentaðs máls og kyrrmynda, og flétta sam- an í eina lifandi heild allt það sem unnt er að framkvæma eða birta í tölvu. Gerð margmiðlunartexta er tæknilega séð ekki erfið. Fyrir Multimedia Viewer er textinn eins og vænta má skrifaður í Word for Windows (einnig frá Microsoft) og tengingar milli uppflettiorða og uppflettistaða eru settar inn sem neðanmálsgreinar. (Þeir sem hafa þurft að skrifa hjálpartexta fyrir Windows forrit skulu hug- hreystir með því að Margmiðlar- anum fylgja réttu tólin til þess að auðvelda gerð neðanmálsgreina). Það sem er erfitt er að þurfa að hugsa um texta á nýjan hátt, losna frá söguþræðinum og læra að spinna vef. Sú saga er hins vegar efni í aðra grein. Freyr Þórarinsson kennir stœrðfrœði við Verzlunarskóla Islands og forritun við Tölvuháskóla V.I. e-mail: freyrth@ismennt.is Mynd 3. Textaskjár úr skjábókinni Talnagreining. Þegar notandinn smellir á orðið talnasafn fœr hann orðskýringu í pop-up glugga. / þeim glugga er undirstrikað orðið fœrslu og þegar notandinn smellir á það fœr hann nýjan pop-up glugga. Athugið að seinni glugginn leggst yfir þann fyrri og hylur að hluta skýringartextann við orðið tainasafn. 46 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.