Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 42

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 42
Kristín Bragadóttir Gullkista Þjóðdeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns Þjóðdeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns er einstæð. Og hvað skyldi nú vera átt við með því? Hún er einstæð vegna þess að hún hefur hlutverk og skyldur sem enginn annar rækir. Hún á að standa vörð um íslenskan menningararf, einkum það sem lýtur að prentuðu efni út- gefnu á íslandi og því sem gefið hefur verið út um ísland og Islendinga í útlöndum. Um einstæðan efniskost er að ræða og engin önnur stofnun í veröldinni sinnir einmitt þessu viðfangsefni. f framtíðinni sé ég fyrir mér mjög öfluga og eftirsótta deild. Vitaskuld er margt óunnið til þess að svo megi verða og verkefnin mörg. Með settu markmiði má ná miklum ár- angri. Varaeintakasafn Varðveisla efnis er megin skylda þjóðbókasafna um all- an heim. Hér er átt við eintakið, sem um fram allt á að geymast til framtíðar og einungis má grípa til í neyðartil- fellum til dæmis til að gera eftir nýtt notkunareintak, hafi það eintak glatast eða eyðilagst. í safni varaeintaka á allt að vera til og það skal vera í besta mögu- lega ásigkomulagi. Langt er í land með að varaeintaka- safninu sé sá sómi sýndur sem nauð- synlegt er. Það þarf að finna því nýjan íverustað, þar sem það fær þanp besta umbúnað sem kost- ur er á. Myndun efnis Framtíðarverk- efni er að koma sem mestu efni yfir á aðra miðla svo sem ýmis örgögn og geisladiska. Þetta verður að gera bæði í verndunarskyni og til hagræðis fyrir notandann. Þetta á einkum við um elsta efnið og allar göt- ur fram til 1844, en þá urðu skörp skil í prentlistarsögu ís- lendinga. Prentverkið flutti úr Viðey, þar sem það hafði verið um 35 ára skeið og til Reykjavíkur. Prentsmiðjum fjölgaði verulega um þetta leyti og þá auðvitað afköstum. Mikil aukning varð nú í prentun íslendinga og upplög urðu stærri. Fá eintök eru hins vegar til af flestu því efni sem er eldra en frá þessum tímamótum. Af sumum verk- um er bara til eitt einasta eintak. Liggur því í augum uppi að aðkallandi er að vinna þetta verk fljótt og vel. Nauðsyn- legt er einnig að mynda dagblöð og tímarit í meira mæli en verið hefur. Þetta er sívinsælt efni, en þolir ekki mikla notkun og við megum ekki gleyma skyldum okkar við rannsóknarfólk framtíðarinnar. Pappír í bókum nútímans er lélegur, þótt sérstaklega eigi það við um dagblöð. Eftir 1860 var farið að nota trjákvoðu í pappírsgerð. Fylgdu því bæði kostir og gallar. Prentuð verk urðu ódýrari en áður og 42 Bókasafhið 20. árg. 1996 bækur gátu því orðið hvers manns eign. En böggull fylgdi skammrifi. Gæðin eru engan veginn sambærileg við það sem áður var. Nú stöndum við frammi fyrir þeim vanda að nýlegt efni liggur undir skemmdum vegna lélegs pappírs jafnt og gamalt efni sem skemmist vegna aldurs og ótæpi- legrar notkunar. Tímabært er að skoða möguleika á að koma ritakostin- um yfir á aðra miðla meir en verið hefur.Ymsar gerðir ör- gagna koma til greina og einnig skönnun efnisins. Geisla- diskar ryðjá sér sífellt meira til rúms og er það fýsilegur kostur fyrir efni Þjóðdeildar. Viðgerðir Stórátak er framundan við að gera við ritakostinn, því margt er illa farið. Horft er með miklum áhuga til viðgerð- arstofu hússins og miklar vonir við hana bundnar. Með nútíma tækni er hægt að ná undra- verðum árangri við rit, sem leikmaður heldur að séu gjöró- nýt. í nágrannalönd- unum er mikið unn- ið að forvörnum á þessu sviði og enn- fremur á viðgerðum á því sem þegar er illa farið. Miklu er hægt að bjarga, sé það gert í tíma. Sérsöfnin t svokölluðu sér- safnarými Þjóðdeild- ar eru 13 sérsöfn, sum gömul en önnur ný. Hvert um sig er dýrgripur. Hér er um að ræða merkileg söfn fágætra bóka og fagurra prentgripa. Fæst safnanna munu stækka heldur standa hér fullvaxin. Þau geyma mikla menningarsögu og standa sem fulltrúar einstaklinga og málefna. Hvert um sig heldur minningu á lofti. Það á auðvitað margt eftir að gera þeim til góða og verður það gert eftir efnum og ástæðum. Sérsöfnin eru eftirtalin: • Safn verka Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness er með- al þess sem er enn í uppbyggingu. Það telur verk skálds- ins á íslensku svo og allar þýðingar á önnur mál. Söfnun á efni um Halldór Laxness, sem ef til vill bætist við sér- safnið, er framtíðarverkefni. Nú tilheyrir það efni al- mennum ritakosti deildarinnar. • Nonnasafh þekur efni bæði um og eftir Nonna. Það er náma fyrir þá sem vilja kynna sér feril rithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.