Aldamót - 01.01.1895, Page 8
8
Hann Kólúmbus með aldini kom um sævarleið,
en kominn veit jeg engan með blóm frá lífsins meið«-
»Það reyndar gengur saga frá manni hjer til manns
um miklu betri tilveru fullkomnara lands.
Og flesta, sem hjer lifa, það langar til að sjá,
en langt er það víst burtu hjer duptsins ströndum frá«..
»Það reyndar eru sumir, sem heimsins sigla höf,
er henda jafnvel gaman að dauðanum og gröf. ;
Þeir segja’ að það sje ekkert, það allt sje ekki neitt,.
en ekki getur þetta samt fullnægju mjer veitt«.
»Svo margt hefur mig grunað, svo margt hefur mig
dreymt,
svo margt hefi jeg heyrt, sem jeg aldregi fæ gleymt..
O, vissi jeg af landi, sem væri bak við gröf!
jeg veit ei nokkurn kominn, er sigldi þau um höf«.
En hyggur þú, sem gengur um grýttan, þuran sandr
þú getir komið auga’ á hið fyrirheitna land?
Nei, legg þú út á djúpið og landi stefndu frá,
í lífsins öldugangi þú fær það helzt að sjá.
Og Kólúmbus hann hugsaði, heyrði, sá og bað,
hjá honum styrktist trúin æ fastara við það.
En svo var trú hans sterk, að hann fann ei frið'
nje ró,
unz fór hann út á djúpið, að kanna lífsins sjó.
Nú ljettu þínu akkeri’ og legg þú út á djúp,
og lengur eigi byrg þig í værðarinnar hjúp.