Aldamót - 01.01.1895, Page 11
11
og það hygg jeg margir að ei helðu gert.
Þeir enn verjast svolítið sjónum*.
Og harðara skútuna brunandi bar.
En bila nú má eigi strengur!
Þá stökk hann í sundur á svipstundu þar,
og sjóhröktu mönnunum bjargað þá var;
þeim var ekki vært heldur lengur. —
Þótt hvalspikið tapaðist, hvað gerði það?
Það höfðust tvö mannslíf í peninga stað;
og það var þó fegurri fengur.
En hvers vegna skipið dró hvalur um mar?
og hví var til dauðs hann ei skotinn?
Og hvers vegna sprungið ei heltólið var?
og hvers vegna slitnaði strenguriun þar,
er lífsvonin því nær var þrotin ?
Hvort tilviljun var það og teningskast eitt?
Ef trúir þú eigi, þú veizt ekki neitt
um hvaðan vor liamingja' er fiotin.
Jeg hugsa mjer það, og jeg hygg það sje rjett,
að hafi það þannig til gengið,
að þeir hafi von þl hins volduga sett
í voðanum staddir, og beðið hann þjett,
og svar aptur frá honum fengið.
Opt hjálpin er næst þegar neyðin er stærst,
og náð guðs og líkn fyrir bænina fæst,
ef hana við trúna þjer tengið.
Sá drottinn, sem ríkir i himninum hátt,
og herskara þjóna sjer lætur,