Aldamót - 01.01.1895, Page 20
20
og tölur langar fluttu þeir,
en þunnt þjer sögðuð soðið.
Hinn þriðji var ei viðlátinn,
nú vill hann flytja boðskap sinn,
hjer orð hans skriflegt skoðið«.
Og nokkur hepti’ af nýrri bók
hann nú úr barmi sínum tók
og sýndi söfnuðinum.
»Það sálmar eru«, sagði hann,
»nú sjá þjer skuluð, hver sem kann,
og sýnið síðan hinum.
Nei, tíma langan' tekur það,
þá tóna kann jeg utan að,
og les þá vorum vinum«.
Og fyrst hann las, en síðan söng,
og sizt tannst mönnum tíðin löng,
að heyra slika hljóma.
Og aðrir tóku undir brátt
og ótal margir sungu hátt
um drottins leyndardóma,
og ýmsra raýktust hjörtu hörð
og hlý fjell dögg i þurra jörð,
er orð þau heyrðust óma.
Þá prófasturinn sagði svo:
»Hvort söfnuðurinn hina tvo
nú meir en þennan metur?
Já, hvernig lízt nú yður á?
hvort óskið þjer ei prest að fá,
er svona sungið getur?
Hann helga Davíðs hörpu knýr,