Aldamót - 01.01.1895, Síða 25
25
skalt verða settur yfir meira«. Reyndu að veita
smáteiknunum, sem drottinn gefur, eptirtekt og þjer
skulu gefin verða önnur stærri. Sá, sem leitast við
að skilja hvert teikn frá drottni, er fyrir honum
verður, finnur ekki svo mikla ástæðu til að mögla
yfir því, hve þau sjeu fá og ófullkomin. Sá, sem
með einlægni leitar að teiknum drottins, finnur fleiri
og fleiri. Loksins flytur hann drottni ósjálfrátt lof-
söng fyrir »lífsteiknin margþúsundföld«.
Jeg hef lofað að tala við yður í dag um teikn
tímanna. En þjer megið engan veginn ætlast til of
mikils af mjer. Enginn tilhejTrenda minna má
heimta það af mjer, að jeg tali nú um öll teikn
tímanna', — bæði hin vondu og hin góðu, bæði þau,
er valda oss hrygðar og skelfingar og hin, sem færa
oss fögnuð og fagrar vonir. Það mætti telja fram
ótölulegan grúa af slíkum teiknum. Það gæti verið
bæði fróðlegt og fýsilegt að heyra. En til þess
mundi þurfa meira en einn fyrirlestur. Og til þess
mundi þurfa annan og vitnjii mann en þann, sem
hjer er að tala. Það verður allt minna og nijórra,
sem jeg hefl að bjóða.
Það er aðallega eitt af teiknum tímanna, sem
mig langar til að verja þessari stuttu stund til að
benda vður á. Jeg geng fram hjá raörgum öðrum,
sem ef til vill lægi miklu nær að tala um, og leiði
ef til vill athygli yðar að efni, er yður finnst standa
i nokkurri fjarlægð við aðalumhugsunarefni og ætl-
unarverk þess kirkjuþings, sem vjer erum nú að
halda. En stundum eru teiknin rjett í kring um
oss svo döpur, að augað ætlar að fyllast tárum, ef
það dvelur einungis við þau. Þess vegna flýtir það