Aldamót - 01.01.1895, Síða 29
29
göfuga nítjánda öld, þar sera þú hefur látið fallast
á ásjónu þína frarami fyrir þínum litla guði?
-----Jú, brosið er að vakna. Menn eru að
verða leiðir á glósunum, — þeim, sem nú hefur verið
glamrað með um stund, að minnsta kosti. Menn
álitu þær vera lykilinn að leyndarmálinu, menn
liringluðu þéssari lyklakippu langa hríð, en dyrnar
voru harðlæstar eptir sem áður. Nú er mönnum
farið að leiðast. Þeir eru farnir að sannfærast um,
að þessír góðu lyklar eru ekki neinir lyklar, heldur
að eins glósur.
En þetta glósnanna vald yfir mönnunum, er
það ekki eitt hið undarlegasta af öllu undarlegu í
þessum undranna heimi! Það finnur einhver nýja
glósu, — er svo heppinn eða þá svo óheppinn, eptir
því, hvernig það er skilið. Hann hrindir henni af
stað, — hún smýgur í loptinu eins og næmasta in-
flúenza, — allir verða af henni veikir. Menn tala
^kki um annað, — búast við, að hún muni opinbera
þeim ráðning allra gátna. Á endanum verða menn
þreyttir, leiðir, — fer að bjóða við. Bólan fer að
bresta.
En hver er jeg, sem hjer er að tala? Einn af
þtessum fyrirlitnu, islenzku Vesturheimsprestum. Einn
af þessum fáráðlingum, sem allt af eru að tala um
trú og kirkju og kristindóm, — úreltar gamaldags
hugmyndir, sem hinir upplýstu og hámenntuðu ís-
lendingar hafa fyrir löngu snúið bakinu við.
Mun nokkur veita því eptirtekt, þótt jeg lýsi
yflr þvi við tilheyrendur mína á kirkjuþingi þessu,
að það sjeu að verða býsna greínileg veðraskipti í
ioptinu, — að heimurinn sje tekinn að þreytast á
þessum löngu vísindalegu glósum, — þess sjeu greini-