Aldamót - 01.01.1895, Síða 30
30
leg merki, að hinn ósýnilegi andans heimur, er svo
margir um nokkurn tíma hafa fyrirlitið, sje nú apt-
ur að verða það land suðrænnar sólar, er manns-
sálirnar þrái að fá að dvelja í?
Jeg skal þá þegja um stund sjálfur, til þess að-
láta annan mann tala. Það er heimsfrægur írakk-
neskur rithöfundur og prófessor, Brunetiére að nafni,
er nýlega hefir ritað mjög merkilega ritgjörð i
Revue de deux Mondes, eitt hið allra merkasta tíma-
rit heimsins, um gjaldþrot visindanna1.
Brunetiére segir, að vísindamennirnir dæmi um
trúarbrögðin frá þrenns konar sjónarmiði. Frá sjón-
armiði 18. aldarinnar hafi þeir blátt áfram fyrirlitið
trúarbrögðin. Frá sjónarmiði miðbiksára 19. aldar-
innar hafi þeir borið virðingu fyrir trúarbrögðunum
sem einu stigi i þroskasögu mannkynsins, en álitið
vísindin nú komin í staðinn. Frá því sjónarmiði,
sem höfundurinn vonar að verði einkenni 20. aldar-
innar, hafi visindin tapað nokkru af dýrð sinni, en
trúarbrögðin að sama skapi eignazt hana aptur, og
muni það þá sjást, að það ósamræmi, sem virðist
eiga sjer stað milli þeirra, sje aðallega að kenna
gegndarlausum oflátungsskap vísindamannanna. Hafa
vísindin haldið nokkurt af þeim loforðum, sem þau
byrjuðu með? Hafa þau, eins og Condorcet hjelt
hann hefði sannað að þau mundu gjöra, gjört gild-
andi nokkurt almennt siðferðislögmál ? Hafa þau
»safnað mannúðinni saman í nýja fjelagsheild«, eins
og Renan átti von á? Hafa þau sagt manninum
nokkuð um uppruna hans eða ákvörðun? Hafa þau
1) Sá kaflinn, sem hjer er þýddur af ritgjörð þessari, er
styttur og dreginn saman rúmsins vegna af hinu nafnfræga
Lundúnablaði Spectator og er hjer íarið eptir því.