Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 31
81
skýrt uppruna málsins, mannfjelagsins, — laganna.
fyrir breytni mannanna? Það er satt, Grikklands-
vinirnir hafa uppgötvað brot af fjallræðunni á við
og dreif innan um Handbók Epikletusar eða Hug-
leiðingar Markúsar Árelíusar. En þeir hafa aldrei
skýrt, hvers vegna fjallræðan sigraði heiminn, en
Handbóki'n og Hugleiðingarnar hafa ávallt verið
ávaxtarlausar skræður í heimi bókmenntanna. Þeg-
ar þeir hafa talað sitt síðasta orð, er þó eitthvað
eptir í kristindóminum, sem hin gríska speki fær
ekki skýrt. Þeim, sem lagt hafa fyrir sig hebresk
fræði, hefur ekki heppnazt betur. Þeir bafa dregið
biblíuna niður í sess með Mahabhaiata eða Odysseifs-
drápu; þeir hafa stungið upp á hálfri tylft mjög
ölíkra dagsetninga fyrir Mosebækurnar og jafn-mörg-
um höfundum að Jóhannesar guðspjalli. En eptir allt
þeirra strit er eitthvað eptir í biblíunni, sem ekki
er að finna í neinni annarri bók eða annarri sögu, —
eitthvað, sem ofvaxið er allri skýringarlist, eins og
það er málfræðinni ofvaxið. Hefur sagnfræðingun-
um tekizt betur? Það er nógu lítil fræðsla, sem
þeir gef'a oss í sinni eigin grein; hvernig er þeim
þá unnt að skýra þau trúarbrögð, sem liggja ofar
allri sögu og eru með eins miklu lífsmagni þann
dag í dag eins og á dögum hjarðkonunganna? Siða-
fræðingarnir eru ekki síður úti á opnu hafi staddir,
þegar þeir hafa sagt skilið við trúarbrögðin. Eðlis-
fræðinni er hvorki unnt að koma fram með nje mót
frjálsum vilja mannsins; henni er eigi unnt að gjöra
neina grein fyrir ábyrgðartilfinning mannsins. Ef
vjer heimtum reglur fyrir breytni vorri af kenning-
um Darwins, fáum vjer þær að sönnu, en einungis
i öðrum eins heilræðum og þeim, að lítilmagnina