Aldamót - 01.01.1895, Page 36
36
Mönnum hefur verið lofað svo miklu nú á þessari
19. öld. Menn hafa svo að segja lifað á tómumlof-
orðum, — búið í kristallshöllum hinna hálleygustu
vona. En þær hallir eru æði víða farnar að brotna,
svo bæði regn og stormur brjótast þar inn. Og
fólkið er farið að flýja, til að fá sjer betra þak yfir
höfuðið.
Náttúruvisindin lofuðu að leysa allar gátur.
Menn bjuggust við, að Darwinskenningin mundi
skýra allt. Nú eru menn að sannfærast um að sú
von var ekki annað en tál.
Lýðstjórnarfyrirkomulagið átti að bæta úr öll-
um meinum mannfjelagsins. Menn hafa barizt fyr-
ir þeirri hugmynd og — sveitzt blóðinu. Nú eru
það hinir mörgu, sem stjórna löndunum, — ekki
hinir fáu. En þessar glæsilegu lýðstjórnarvonir, —
það hefur orðið svo undur lítið úr þeim, þegar til
framkvæmdanna hefur komið. Meinum mannfjelags-
ins fækkar ekki sjerlega mikið, — mörgum finnst
þeim fjölga heldur en hitt, — líkt og höfðunum á
drekanum í gömlu þjóðsögunni. Nú eru það helzt
socialistarnir, sem ekki vilja yfirgefa glerhöllina.
I>eir halda áfram að lofa — jafnvel gífurlegar en
gjört hefur verið áður. En þeir eru svo fáir, sem
trúa þeim í alvöru.
«Realistarnir» ætluðu að koma af stað stórkost-
legri bylting í hinum siðferðislegu hugmyndum
manna með skáldskap sínum. Skáldin áttu að vera
einskonar siðbótar postular, að þvf er snerti fje-
lagslífið, stjórnfræðina og ekki sízt — samfarir karls
og konu. Hvert skáldverk átti að vera «innlegg» i
eitthvert ágreiningsmál. Stundum voru skáldsög-
urnar, sem út komu, pólitisk prjedikun, sem átti
að hafa áhrif á næstu kosningar. Stundum var ver-