Aldamót - 01.01.1895, Síða 37
37
ið að gefa bendingar um barnauppeldi. En ef til
vill optast var verið að sýna fram á, hvað hjóna-
bandið væri afleit stofnun og hvað það væri miklu
betra, að kærleikurinn fengi að vera frjáls, — óháð-
ur öllum böndum. Öllum hleypidómum áttu skáld*
in svo sem að sjálfsögðu að segja stríð á hendur.
En hleypidómarnir voru vanalega þær siðferðislegu
skoðanir, sem kristindómurinn hefur gjört gildandi
meðal mannanna. Sjálfsmorðin eðlileg og rjettmæt,
þegar maðurinn hefur misst löngunina til lífsins. Og
þegar svo ber undir, geti það líka verið siðferðis-
lega rjett fyrir einstaklinginn að ráða öðrum bana.
Að sýna fram á, að kristindómurinn, kirkja, trúin
sje hindurvitni og hleypidómar og gjöra það allt
hlægilegt, var álitið aðalverkefni skáldanna. A þennan
hátt varð skáldskapurinn að vikadreng vissra skoð-
ana og lýsingarnar á mannlifinu látnar miða til
þess, að slá þessari eða hinni skoðun fastri í huga
lesendanna.
En nú eru menn að verða leiðir á öllu þessu.
Menn eru farnir að segja, að realistarnir hafi ekki
haldið loforð sín, — að lýsa lifinu satt og rjett. Og
að svo miklu leyti sem siðbótarhugmyndir þeirra
hafa verið vegnar á vogarskálura lífsins og reynsl-
unnar, hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að
þær sjeu falsaður varningur. — Þó kannast menn við,
að vjer eigum þeim mikið gott upp að unna, og að
margt gott orð hafi þeir talað, sem ávöxt hefur
borið.
Nyju skáldin, — eða sá straumur í bókmenntun-
um, sem nú er æ að verða þvngri og þyngri, —
bera miklu meiri lotning fyrir trúnni og því, sem