Aldamót - 01.01.1895, Page 38
38
stendur í sambandi við hana. Kirkjuna álíta þeir
hina göfugustu stofnun, sem menniinir eiga, — af
því hún bendir upp í himininn, — leggur áherzluna
á aðal mannssálarinnar og kennir fólkinu að elska
eilífar hugsjónir.
Þeir dirfast ekki nærri allir, að nefna sig kristna.
En að vera kristinn í anda og sannleika álíta þeir
hina mestu sælu. Slíka menn kalla þeir »heilaga
menn«. Og live nær sem nógu margt verði aí hei-
lögum mönnum, sje heiminum borgið (Bourget).
Þessi bókmennta-alda hefur risið á Frakklandi,
-— á vantrúarinnar, kirkjuhatursins, siðleysisins landi.
Og þaðan er hún að breiðast út.
Hvergi hefur kristin kirkja legið eins í rústum
og einmitt þar. Laklega hafði hún um langan tíma
rækt köllun sína, grafið pund sitt í jörðu, sett ljósið
undir mælikerald. En svo varð hún fyrir einni
hinni beiskustu ofsókn, sem kirkja nokkurs lands
hefur orðið fyrir. Hvervetna var henni hrundið úr
völdum. Hvervetna var hinn ytri máttur hennar
brotinn á bak aptur. Klerkarnir fyrirlitnir, hrjáðir
og hraktir. Eignirnar gjörðar upptækar.
Þeir menn, sem stóðu þá við stjórnvölinn í
landinu, liöfðu alizt upp á mjólk hinnar neitandi
heimspeki, Spencers, Stuarts Mills og Darwins, mátu-
lega blandaðri kaldhæðnis-hugmyndum Voltaires eptir
frakkneskum smekk. Allt var gjört til þess, að
æskudraumar þessara manna skyldu rætast. Aldrei
hafa þyngri byrðar verið lagðar á neina þjóð til
mennta- og skólastofnana. Það átti nú að ala upp
vísindaþjóð, sem í einu og öllu hagaði sjer eptir
síðustu uppgötvunum vísindanna. Trú kristindóms-
ins og kirkjuna, sem bar þá trú fram, átti algjör-